Þorvaldur Sívertsen

Þorvaldur Sívertsen

Þingseta

Alþingismaður Dalamanna 1845–1850. Þjóðfundarmaður Dalamanna 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Núpi í Haukadal 29. mars 1798, dáinn 30. apríl 1863. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson (fæddur 1763, dáinn 11. maí 1826) síðar bóndi á Fjarðarhorni í Hrútafirði og kona hans Katrín Þorvaldsdóttir (fædd 1766, dáin 26. janúar 1819) húsmóðir. Bróðir Ólafs Sívertsens alþingismanns, tengdafaðir Lárusar M. Johnsens þjóðfundarmanns. Maki (6. júní 1823): Ragnhildur Skúladóttir (fædd 10. ágúst 1800, dáin 1. júlí 1851) húsmóðir, systir Kristjáns Magnusens alþingismanns. Foreldrar: Skúli Magnússon og kona hans Kristín Bogadóttir. Börn: Katrín (1825), Katrín (1829), Skúli (1830), Kristín Ólína (1833), Skúli Sigurður (1835).

  Jarðræktarnám í Danmörku 1818–1821 með opinberum styrk.

  Bóndi á hluta úr Hrappsey 1824–1834, en í Hrappsey allri með Kiðey frá 1834 til æviloka. Umboðsmaður Skógarstrandarjarða 1824–1863. Settur 1829–1837 aðstoðarsýslumaður Skúla Magnússonar á Skarði og eftir hann 1837–1838. Settur 1848 sýslumaður í Snæfellsnessýslu og Strandasýslu 1854–1855.

  Alþingismaður Dalamanna 1845–1850. Þjóðfundarmaður Dalamanna 1851.

  Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.