Þórarinn Benediktsson

Þórarinn Benediktsson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Æviágrip

Fæddur í Keldhólum á Völlum 3. mars 1871, dáinn 12. nóvember 1949. Foreldrar: Benedikt Rafnsson (fæddur 28. október 1838, dáinn 22. janúar 1927) síðar bóndi og póstafgreiðslumaður á Höfða á Völlum og kona hans Málfríður Jónsdóttir (fædd 19. nóvember 1835, dáin 23. ágúst 1907) húsmóðir. Maki (19. júní 1897): Anna María Jónsdóttir (fædd 6. apríl 1877, dáin 8. janúar 1946) húsmóðir. Foreldrar: Jón Þorsteinsson og kona hans Vilborg Árnadóttir. Börn: Málfríður (1900), Anna Sigurbjörg (1901), Benedikt (1904), Jón (1917).

Búfræðipróf Eiðum 1892.

Bóndi í Gilsárteigi 1897–1919. Gjaldkeri útibús Íslandsbanka á Seyðisfirði 1920–1930. Fluttist 1947 til Reykjavíkur og dvaldist þar til æviloka.

Hreppstjóri Eiðahrepps 1898–1919, sýslunefndarmaður lengst af sama tíma. Átti sæti í hreppsnefnd öðru hverju, stundum oddviti hennar. Lengi formaður Búnaðarfélags Eiðahrepps. Í stjórn Búnaðarsambands Austurlands 1908–1920 og fulltrúi á Búnaðarþingi 1910–1920. Sáttasemjari í Eiða-sáttaumdæmi frá 1908. Í yfirmatsnefnd fasteigna í Suður-Múlasýslu 1917–1918.

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Ritstjóri: Ritaði fjölda greina í blöð sjálfstæðismanna á Austurlandi, einkum á árunum eftir 1930, og annaðist stundum ritstjórn þeirra í forföllum ritstjóra.

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.