Þórarinn Böðvarsson

Þórarinn Böðvarsson

Þingseta

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1869–1895.

Forseti neðri deildar 1891 og 1894. Varaforseti neðri deildar 1881, 1883, 1886–1887, 1893.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Gufudal 3. maí 1825, dáinn 6. maí 1895. Foreldrar: Böðvar Þorvaldsson (fæddur 16. júní 1787, dáinn 12. desember 1862) síðar prófastur á Melstað í Miðfirði og 1. kona hans Þóra Björnsdóttir (fædd 2. október 1787, dáin 2. ágúst 1839) húsmóðir. Bróðir Árna Böðvarssonar þjóðfundarmanns, faðir Jóns Þórarinssonar alþingismanns. Maki (13. september 1849): Þórunn Jónsdóttir (fædd 21. ágúst 1816, dáin 13. mars 1894) húsmóðir. Foreldrar: Jón Pétursson og kona hans Elísabet Björnsdóttir. Börn: Böðvar (1850), Elísabet (1851), Anna (1852), Jón (1854), Halldór Björn (1857).

    Stúdentspróf Lsk. 1847. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1849.

    Vígður 1849 aðstoðarprestur til föður síns. Fékk Vatnsfjörð 1854 og lagði þá jafnframt stund á lækningar. Fékk Garða á Álftanesi 1868 og hélt til æviloka. Prófastur í Norður-Ísafjarðarprófastsdæmi 1865–1868. Prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi frá 1872 til æviloka.

    Gaf fé til menntastofnunar handa alþýðu í minningu Böðvars sonar síns (Flensborgarskóla). Skipaður 1875 í milliþinganefnd í skólamálum og 1877 í nefnd til að semja frumvörp til laga um skipun brauða og kirkna og gjöld til prests og kirkju.

    Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1869–1895.

    Forseti neðri deildar 1891 og 1894. Varaforseti neðri deildar 1881, 1883, 1886–1887, 1893.

    Tók saman Lestrarbók handa alþýðu á Íslandi (1874) til þúsund ára minningar landsins.

    Ritstjóri: Kirkjutíðindi fyrir Ísland (1878–1879).

    Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

    Áskriftir