Þórarinn Kristjánsson

Þórarinn Kristjánsson

Þingseta

Þjóðfundarmaður Strandamanna 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Þönglabakka 8. nóvember 1816, dáinn 10. september 1883. Foreldrar: Kristján Þorsteinsson (fæddur 14. febrúar 1780, dáinn 7. júlí 1859) síðast prestur á Völlum í Svarfaðardal og 1. kona hans Þorbjörg Þórarinsdóttir (fædd 19. júlí 1786, dáin 19. júlí 1846) húsmóðir. Maki (15. júlí 1842): Ingibjörg Helgadóttir (fædd 21. október 1817, dáin 6. júní 1895) húsmóðir. Foreldrar: Helgi Helgason alþingismaður og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Börn: Kristján Eldjárn (1843), Helgi Jónas (1845), Þorbjörg (1846), Sesselja Guðrún (1847), Ingibjörg (1848), Stefán (1850), Benedikt (1852), Þorsteinn (1854), Benedikt (1859).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1838.

  Var fjögur ár skrifari M. F. Lunds sýslumanns í Mýrasýslu að Vogi á Mýrum. Vígður 1842 aðstoðarprestur föður síns. Fékk 1846 Stað í Hrútafirði, 1849 Prestsbakka, 1867 Reykholt, 1872 Vatnsfjörð og hélt til æviloka. Prófastur í Strandaprófastsdæmi 1849–1867, prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi 1868–1872.

  Þjóðfundarmaður Strandamanna 1851.

  Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

  Áskriftir