Þórður Benediktsson

Þórður Benediktsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1942–1946 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn). (Vegna veikinda sat hann ekki á þingi nema einn dag 1942 og þrjá mánuði 1946.)

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu 10. mars 1898, dáinn 14. apríl 1982. Foreldrar: Benedikt Kristjánsson (fæddur 5. nóvember 1840, dáinn 26. janúar 1915) prófastur þar og 2. kona hans Ólöf Ásta Þórarinsdóttir (fædd 20. júní 1859, dáin 22. ágúst 1929) húsmóðir. Maki (23. júní 1923): Anna Camilla, fædd Hansen (fædd 3. júlí 1900, dáin 4. desember 1997) húsmóðir. Foreldrar: Olav Hansen og kona hans, sænsk að uppruna. Börn: Svend (Sveinn) Aage (1922), Ásta Benedikta (1924), Regína (1930), Björn Víkingur (1931), Baldur (1932).

Verslunarskólapróf VÍ 1919.

Verslunarmaður í Reykjavík 1919–1920. Dvaldist erlendis 1920–1923. Settist að í Vestmannaeyjum í febr. 1924, hafði þar á hendi verkstjórn og starfaði auk þess við fiskmat og verslun. Vann hjá Sambandi íslenskra berklasjúklinga 1943–1974. Framkvæmdastjóri Vöruhappdrættis SÍBS frá stofnun þess 1949–1967.

Varaformaður stjórnar Sambands íslenskra berklasjúklinga 1946–1954, formaður 1955–1974.

Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1942–1946 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn). (Vegna veikinda sat hann ekki á þingi nema einn dag 1942 og þrjá mánuði 1946.)

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.