Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1849 (varaþingmaður) og 1853–1859.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Arnardal við Ísafjarðardjúp 11. apríl 1811, dáinn 19. ágúst 1892. Foreldrar: Guðmundur Ketilsson (fædd 1762, dáinn 12. september 1835) verslunarmaður á Ísafirði og kona hans Sigríður Helgadóttir (fædd 1785, dáin 20. mars 1866) húsmóðir, systir Árna Helgasonar alþingismanns. Maki (9. janúar 1841): Jóhanna Andrea Lauritzdóttir Knudsen (fædd 8. október 1817, dáin 17. desember 1883) húsmóðir. Foreldrar: Lauritz Michael Knudsen og kona hans Margrethe Andrea Knudsen, fædd Hölter. Systir Kirstínar 2. kona Þórðar Sveinbjörnssonar alþingismanns og Guðrúnar konu Péturs Guðjohnsens alþingismanns. Börn: Margrét Andrea (1841), Sigríður (1843), Árni (1845), Soffía Amalía (1846), Þórður (1848), Oddgeir (1849), Þorgrímur (1850), Sigríður (1852), Guðný (1852), Sigurður (1856), Skúli (1860). Dóttir Þórðar og Valgerðar Einarsdóttur: Guðný (1839).

    Fór sjö ára gamall í fóstur til móðurbróður síns, Árna Helgasonar í Görðum. Stúdent úr heimaskóla þar 1830. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1835.

    Skrifari Bardenfleths stiftamtmanns um hríð. Settur sýslumaður í Vestmannaeyjum 1839–1840. Sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1840–1850, sat í Reykjavík. Settur jafnframt sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu veturinn 1846– 1847. Settur 2. yfirdómari og dómsmálaritari í landsyfirrétti 1846–1847 og að nýju 1847–1849, fyrri yfirdómari 1849–1850. Settur jafnframt bæjarfógeti í Reykjavík 1848–1849. Skipaður 1850 sýslumaður í Árnessýslu, gegndi því embætti til hausts 1866, en fékk lausn 19. febrúar 1867. Bjó í Hjálmholti til 1853, síðan á Litla-Hrauni við Eyrarbakka til 1883, fluttist þá til tengdasonar síns, séra Páls Sigurðssonar í Gaulverjabæ, og eftir lát hans til Reykjavíkur.

    Konungkjörinn alþingismaður 1849 (varaþingmaður) og 1853–1859.

    Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

    Áskriftir