Þóroddur Guðmundsson

Þóroddur Guðmundsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Eyfirðinga) 1942–1945 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn). (Varaþingmaður, tók sæti á Alþingi 19. nóvember 1942 vegna forfalla Þórðar Benediktssonar og sat á þingi til 14. nóvember 1945.)

2. varaforseti sameinaðs þings 1945.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Siglufirði 21. júlí 1903, dáinn 3. október 1970. Foreldrar: Guðmundur Jörundsson (fæddur 31. ágúst 1879, dáinn 9. nóvember 1912, drukknaði) skipstjóri, síðar útvegsbóndi á Þönglabakka og kona hans Sigríður Sigurðardóttir (fædd 23. júlí 1876, dáin 7. desember 1957) húsmóðir. Mágur Áka Jakobssonar alþingismanns og ráðherra. Maki (sambúð): Halldóra Eiríksdóttir (fædd 26. ágúst 1913, dáin 27. mars 1992) húsmóðir. Foreldrar: Eiríkur Bóasson og kona hans Elín Elísabet Engilbertsdóttir. Börn: Margrét (1937), Eiríkur (1941), Guðmundur Jörundsson (1948), Steinþór (1954).

Sjómaður á Siglufirði um langt skeið, en rak þar síðan útgerð og síldarsöltun. Starfsmaður verkalýðsfélaganna á Siglufirði um tíma.

Sat í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins frá 1944 til æviloka.

Landskjörinn alþingismaður (Eyfirðinga) 1942–1945 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn). (Varaþingmaður, tók sæti á Alþingi 19. nóvember 1942 vegna forfalla Þórðar Benediktssonar og sat á þingi til 14. nóvember 1945.)

2. varaforseti sameinaðs þings 1945.

Ritstjóri: Verkamaðurinn (1934–1938).

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.