Bjarni Ásgeirsson

Bjarni Ásgeirsson

Þingseta

Alþingismaður Mýramanna 1927–1951 (Framsóknarflokkur).

Landbúnaðarráðherra 1947–1949.

Varaforseti Sameinaðs þings 1934, 1. varaforseti Sameinaðs þings 1934–1937 og 1942, 2. varaforseti Sameinaðs þings 1937–1941 og 1943–1945. Milliþingaforseti Sameinaðs þings 1932–1933.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Knarrarnesi á Mýrum 1. ágúst 1891, dáinn 15. júní 1956. Foreldrar: Ásgeir Bjarnason (fæddur 13. maí 1853, dáinn 3. febrúar 1943) bóndi þar og kona hans Ragnheiður Helgadóttir (fædd 20. janúar 1855, dáin 20. maí 1946) húsmóðir, sonardóttir Helga Helgasonar alþingismanns. Afi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþingismanns. Maki (11. maí 1918): Ásta Jónsdóttir (fædd 20. september 1895, dáin 26. apríl 1977) húsmóðir. Foreldrar: Jón Þórðarson og kona hans Vigdís Magnúsdóttir. Börn: Ásgeir (1919), Jóhannes (1920), Guðný (1923), Ragnheiður (1925), Jón Vigfús (1927).

Verslunarskólapróf VÍ 1910. Búfræðipróf Hvanneyri 1913. Framhaldsnám í Danmörku og Noregi.

Bóndi í Knarrarnesi 1915–1921, á Reykjum í Mosfellssveit 1921–1951. Lét reisa fyrstu ylræktarhús á Íslandi 1923. Bankastjóri Búnaðarbankans 1929–1938. Skipaður landbúnaðarráðherra 4. febrúar 1947, lausn 2. nóvember 1949, en gegndi störfum til 6. desember. Settur búnaðarmálastjóri um skeið 1950. Sendiherra í Noregi 1951–1956.

Í stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur 1924–1930. Í bankaráði Landsbankans 1928–1930. Skipaður formaður yfirfasteignamatsnefndar ríkisins 1938. Gæslustjóri Söfnunarsjóðs 1932–1934 og 1936–1951. Í stjórn Búnaðarfélags Íslands 1927–1951, formaður þess frá 1939. Skipaður í nóvember 1946 í milliþinganefnd til að endurskoða lög um verðlagningu landbúnaðarafurða o. fl. Formaður stjórnar Áburðarverksmiðjunnar 1950–1951. Formaður Bændasamtaka Norðurlanda (NBC) 1951–1952. Fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1950.

Alþingismaður Mýramanna 1927–1951 (Framsóknarflokkur).

Landbúnaðarráðherra 1947–1949.

Varaforseti Sameinaðs þings 1934, 1. varaforseti Sameinaðs þings 1934–1937 og 1942, 2. varaforseti Sameinaðs þings 1937–1941 og 1943–1945. Milliþingaforseti Sameinaðs þings 1932–1933.

Vel skáldmæltur, orti kvæði og fjölda lausavísna, m. a. snjallar þingvísur. Var einn af stofnendum tímaritsins Réttar (1915) og í fyrstu ritnefnd þess.

Æviágripi síðast breytt 21. apríl 2020.

Áskriftir