Þórunn Sveinbjarnardóttir

Þórunn Sveinbjarnardóttir

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1999–2003, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2011 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykvíkinga apríl og nóvember 1996 (Samtök um kvennalista).

Umhverfisráðherra 2007–2009.

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2010–2011.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 22. nóvember 1965. Foreldrar: Sveinbjörn Hafliðason (fæddur 20. júní 1939) lögfræðingur og Anna Huld Lárusdóttir (fædd 22. mars 1944) skrifstofukona. Dóttir: Hrafnhildur Ming (2002).

Stúdentspróf MR 1984. Stjórnmálafræðingur HÍ 1989 og Johns Hopkins University, Paul H. Nitze School of Advanced International Studies 1990.

Starfsmaður við móttöku víetnamskra flóttamanna til Íslands hjá Rauða krossi Íslands 1991–1992. Í starfsþjálfun á upplýsingaskrifstofu EFTA í Genf 1992. Framkvæmdastýra Samtaka um kvennalista 1992–1995. Upplýsingafulltrúi Alþjóðasambands Rauða krossins í Tansaníu 1995–1996. Verkefnastörf fyrir Rauða kross Íslands 1996. Upplýsingafulltrúi Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Aserbaídsjan 1996–1997. Annar tveggja kosningastjóra Reykjavíkurlistans fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1998. Blaðamaður á Morgunblaðinu 1998–1999. Umhverfisráðherra 24. maí 2007 til 1. febr. 2009.

Formaður Samfélagsins, félags nema í stjórnmála-, félags- og mannfræði við HÍ, 1986–1987. Fulltrúi Félags vinstri manna í stúdentaráði og varamaður í háskólaráði 1987–1989. Formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks í HÍ, 1988. Í stjórn Evrópusamtakanna 1995–1997 og talskona þeirra 1996. Í stjórn Hlaðvarpans 1994–1997, formaður stjórnar 1996–1997. Varamaður í útvarpsráði 1993–1995, aðalmaður í útvarpsráði 1995–1997. Fulltrúi Samtaka um kvennalista í nefnd um endurskoðun kosningalaga 1998–1999.

Alþingismaður Reyknesinga 1999–2003, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2011 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykvíkinga apríl og nóvember 1996 (Samtök um kvennalista).

Umhverfisráðherra 2007–2009.

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2010–2011.

Umhverfisnefnd 1999–2003, 2004–2005 og 2009–2010 (formaður), utanríkismálanefnd 2000–2007 og 2009–2010, landbúnaðarnefnd 2003–2005, samgöngunefnd 2005–2007, félags- og tryggingamálanefnd 2009 (formaður), 2010–2011, kjörbréfanefnd 2009–2011, heilbrigðisnefnd 2009–2011, þingskapanefnd 2011.

Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2002–2005 og 2009–2011.

Æviágripi síðast breytt 16. júní 2015.