Anna Kristín Gunnarsdóttir

Anna Kristín Gunnarsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Norðurlands vestra mars 1992, janúar–febrúar 1994 (Alþýðubandalag) og apríl–maí 2002 (Samfylkingin).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd á Sauðárkróki 6. janúar 1952. Foreldrar: Gunnar Þórðarson (fæddur 6. október 1917) fyrrverandi yfirlögregluþjónn og bifreiðaeftirlitsmaður og kona hans Jófríður Björnsdóttir (fædd 27. september 1927, dáin 20. desember 2000) verkstjóri. Maki (23. júní 1979): Sigurður Jónsson (fæddur 7. janúar 1952) kennari. Foreldrar: Jón Gíslason og kona hans Viktoría Kristín Guðmundsdóttir. Börn: Fríður Finna (1980), Gunnar (1983), Kristín Una (1987) og Sigyn Björk (1990).

Stúdentspróf MA 1972. Frönskunám við Université de Paris Cencier 1974 og 1975. Kennarapróf KHÍ 1979. Diplóma í menntunarfræðum KHÍ 1998. Meistaranám í menntunarfræðum KHÍ frá 1998. Ýmis námskeið í kennslufræðum 1980–1997.

Starfaði í gestamóttöku Hótel Sögu 1975–1979. Kennari við Gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1979–1990. Kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í hlutastarfi 1979–1996. Framkvæmdastjóri Farskóla Norðurlands vestra – miðstöðvar símenntunar 1995–2003.

Bæjarfulltrúi á Sauðárkróki 1986–1998. Í hérðsnefnd Skagfirðinga 1994–1998. Fulltrúi menntamálaráðuneytisins á ársfundi Nordens folkliga akademi í Svíþjóð 1997–2002. Varamaður í stjórn Landssímans 1999–2001. Varamaður í stjórn Byggðastofnunar 1999–2003. Í útvarpsráði 1999–2003. Stjórnaði tilraunaverkefninu Learning Community innan Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlunar ESB 2000–2003.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Norðurlands vestra mars 1992, janúar–febrúar 1994 (Alþýðubandalag) og apríl–maí 2002 (Samfylkingin).

Fjárlaganefnd 2003–2005, landbúnaðarnefnd 2003–2007, samgöngunefnd 2005–2007.

Íslandsdeild Vestnorræna þingmannaráðsins 2004–2007.

Æviágripi síðast breytt 16. september 2019.

Áskriftir