Birkir Jón Jónsson

Birkir Jón Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2013 (Framsóknarflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Siglufirði 24. júlí 1979. Foreldrar: Jón Sigurbjörnsson (fæddur 24. október 1950) fjármálastjóri MH, bróðir Boga Sigurbjörnssonar varaþingmanns, og Björk Jónsdóttir (fædd 15. ágúst 1951) starfsmaður Íslandsbanka.

Stúdentspróf FNV á Sauðárkróki 1999. Nám í stjórnmálafræði HÍ 2000–2004. MBA í viðskiptafræði HÍ 2009.

Vann um árabil í Sparisjóði Siglufjarðar með námi. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 2001–2003.

Í stjórn Félags ungra framsóknarmanna á Siglufirði frá 1999. Í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1999–2001 og varaformaður þess 2002–2003. Í stjórn Varðbergs 2000–2002. Í úthlutunarnefnd styrktarsjóðs til atvinnumála kvenna og í stjórn hússjóðs Öryrkjabandalagsins 2001–2003. Í stjórn Íbúðalánasjóðs 2002. Nefndarmaður í Kvikmyndaskoðun 2002–2003. Í bæjarstjórn Fjallabyggðar 2006–2010. Formaður stjórnarnefndar um málefni fatlaðra 2003. Varaformaður Framsóknarflokksins 2009–2013.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2013 (Framsóknarflokkur).

Fjárlaganefnd 2003–2007 (formaður 2006–2007), félagsmálanefnd 2003–2007, félags- og tryggingamálanefnd 2007–2008, samgöngunefnd 2003–2004, iðnaðarnefnd 2004–2006 (form.), sjávarútvegsnefnd 2004–2005, landbúnaðarnefnd 2006–2007, viðskiptanefnd 2007–2009, efnahags- og skattanefnd 2008–2011, efnahags- og viðskiptanefnd 2011–2012, velferðarnefnd 2012–2013.

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2003–2005 og 2006–2007, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2008–2009, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2009–2013.

Æviágripi síðast breytt 21. október 2019.

Áskriftir