Guðjón Hjörleifsson

Guðjón Hjörleifsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Vestmannaeyjum 18. júní 1955. Foreldrar: Hjörleifur Guðnason (fæddur 5. júní 1925, dáinn 13. júní 2007) múrarameistari og kona hans Inga J. Halldórsdóttir (f. 30. nóvember 1927) húsmóðir. Maki (16. júní 1979) Rósa E. Guðjónsdóttir (fædd 26. júlí 1959) starfsmaður á leikskóla. Foreldrar: Guðjón Stefánsson og kona hans Erna Tómasdóttir. Börn: Sæþór Orri (1979), Silja Rós (1987), Sara Dögg (1990), Sindri Freyr (1994).

Verslunar- og skrifstofustörf hjá verslun Gunnars Ólafssonar & co. hf. í Vestmannaeyjum 1973–1975. Gjaldkeri og síðar skrifstofustjóri og aðstoðarsparisjóðsstsjóri í Sparisjóði Vestmannaeyja 1975–1990. Bæjarstjóri í Vestmannaeyjum 1990–2002. Útibússtjóri Sjóvár-Almennra hf. í Vestmannaeyjum 2002–2003.

Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar og formaður stjórnar Bæjarveitna Vestmannaeyja 1990–2002. Formaður hafnarstjórnar Vestmannaeyja 2000–2002. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja 2002–2003. Í stjórn Hitaveitu Suðurnesja 2002–2003.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Félagsmálanefnd 2003–2007, menntamálanefnd 2003–2004, samgöngunefnd 2003–2007, sjávarútvegsnefnd 2004–2007 (formaður).

Íslandsdeild VES-þingsins 2003–2007 (formaður 2005–2007).

Æviágripi síðast breytt 16. september 2019.