Álfheiður Ingadóttir

Álfheiður Ingadóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2009–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis nóvember–desember 1987 (Alþýðubandalag), varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður nóvember–desember 2003, nóvember–desember 2004, nóvember 2006, október 2014 og maí 2017 og varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður nóvember 2018 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Heilbrigðisráðherra 2009–2010.

5. varaforseti Alþingis 2009 og 2010–2012.

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2012–2013.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 1. maí 1951. Foreldrar: Ingi R. Helgason (fæddur 29. júlí 1924, dáinn 10. mars 2000) hæstaréttarlögmaður og forstjóri Brunabótafélags Íslands og Ása Guðmundsdóttir (fædd 24. ágúst 1927, dáin 19. apríl 1962) hannyrðakona. Maki: Sigurmar K. Albertsson (fæddur 7. maí 1946) hæstaréttarlögmaður. Foreldrar: Albert Sigurðsson og Guðborg Franklínsdóttir. Sonur: Ingi Kristján (1991).

Stúdentspróf MR 1971. B.Sc.-próf í líffræði HÍ 1975. Nám í þýsku og fjölmiðlun við Freie Universität í Vestur-Berlín 1976–1977.

Kenndi líffræði með námi í MH og MR. Blaðamaður, þingfréttamaður og um tíma fréttastjóri við Þjóðviljann 1977–1987. Framkvæmdastjóri laxeldisstöðvarinnar Hafeldis í Straumsvík 1987–1989. Vann við gerð einkaleyfisumsókna og skráningu vörumerkja 1989–1991. Blaðamaður í lausamennsku 1991–1996. Upplýsingafulltrúi Samtaka um kvennaathvarf 1994–1995 og framkvæmdastjóri ráðstefnu norrænna kvennaathvarfa á Íslandi í nóvember 1995. Útgáfustjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands 1996–2007 og ritstjóri Náttúrufræðingsins 1996–2006. Heilbrigðisráðherra 1. október 2009 til 2. september 2010.

Í stjórn ABR, í miðstjórn og framkvæmdastjórn AB af og til 1973–1998. Varaborgarfulltrúi 1978–1986. Í umhverfisráði 1978–1986, formaður þess um skeið. Í jafnréttisnefnd 1982–1986. Sat í nefnd um byggingu Náttúruhúss í Reykjavík 1989–1990. Formaður nefndar um áhættumat Reykjavíkurflugvallar 1990–1991. Tók þátt í stofnun Reykjavíkurlistans 1994 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum hans frá upphafi til enda. Í stjórn Sorpu 1994–1998. Í nefnd um mótun orkustefnu Reykjavíkurborgar 2002–2003, í stjórn Landsvirkjunar 2003–2006. Formaður Þingvallanefndar 2009–2013.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2009–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis nóvember–desember 1987 (Alþýðubandalag), varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður nóvember–desember 2003, nóvember–desember 2004, nóvember 2006, október 2014 og maí 2017 og varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður nóvember 2018 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Heilbrigðisráðherra 2009–2010.

5. varaforseti Alþingis 2009 og 2010–2012.

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2012–2013.

Heilbrigðis- og trygginganefnd 2007, heilbrigðisnefnd 2007–2009, iðnaðarnefnd 2007–2009, allsherjarnefnd 2009 og 2010–2011, viðskiptanefnd 2009 (formaður) og 2010–2011 (formaður 2011), kjörbréfanefnd 2009–2011, efnahags- og skattanefnd 2009 og 2010–2011, umhverfisnefnd 2010–2011, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2011–2013, velferðarnefnd 2011–2012 (formaður 2011–2012), umhverfis- og samgöngunefnd 2012–2013.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2009 og 2010–2013.

Æviágripi síðast breytt 26. nóvember 2018.