Álfheiður Ingadóttir

Álfheiður Ingadóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2009–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis nóvember–desember 1987 (Alþýðubandalag), varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður nóvember–desember 2003, nóvember–desember 2004, nóvember 2006, október 2014 og maí 2017 og varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður nóvember 2018, apríl, maí og september 2019 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Heilbrigðisráðherra 2009–2010.

5. varaforseti Alþingis 2009 og 2010–2012.

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2012–2013.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 1. maí 1951. Foreldrar: Ingi R. Helgason (fæddur 29. júlí 1924, dáinn 10. mars 2000) hæstaréttarlögmaður og forstjóri Brunabótafélags Íslands og Ása Guðmundsdóttir (fædd 24. ágúst 1927, dáin 19. apríl 1962) hannyrðakona. Maki: Sigurmar K. Albertsson (fæddur 7. maí 1946) hæstaréttarlögmaður. Foreldrar: Albert Sigurðsson og Guðborg Franklínsdóttir. Sonur: Ingi Kristján (1991).

Stúdentspróf MR 1971. B.Sc.-próf í líffræði HÍ 1975. Nám í þýsku og fjölmiðlun við Freie Universität í Vestur-Berlín 1976–1977.

Kenndi líffræði með námi í MH og MR. Blaðamaður, þingfréttamaður og um tíma fréttastjóri við Þjóðviljann 1977–1987. Framkvæmdastjóri laxeldisstöðvarinnar Hafeldis í Straumsvík 1987–1989. Vann við gerð einkaleyfisumsókna og skráningu vörumerkja 1989–1991. Blaðamaður í lausamennsku 1991–1996. Upplýsingafulltrúi Samtaka um kvennaathvarf 1994–1995 og framkvæmdastjóri ráðstefnu norrænna kvennaathvarfa á Íslandi í nóvember 1995. Útgáfustjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands 1996–2007 og ritstjóri Náttúrufræðingsins 1996–2006. Heilbrigðisráðherra 1. október 2009 til 2. september 2010.

Í stjórn ABR, í miðstjórn og framkvæmdastjórn AB af og til 1973–1998. Varaborgarfulltrúi 1978–1986. Í umhverfisráði 1978–1986, formaður þess um skeið. Í jafnréttisnefnd 1982–1986. Sat í nefnd um byggingu Náttúruhúss í Reykjavík 1989–1990. Formaður nefndar um áhættumat Reykjavíkurflugvallar 1990–1991. Tók þátt í stofnun Reykjavíkurlistans 1994 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum hans frá upphafi til enda. Í stjórn Sorpu 1994–1998. Í nefnd um mótun orkustefnu Reykjavíkurborgar 2002–2003, í stjórn Landsvirkjunar 2003–2006. Formaður Þingvallanefndar 2009–2013.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2009–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis nóvember–desember 1987 (Alþýðubandalag), varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður nóvember–desember 2003, nóvember–desember 2004, nóvember 2006, október 2014 og maí 2017 og varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður nóvember 2018, apríl, maí og september 2019 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Heilbrigðisráðherra 2009–2010.

5. varaforseti Alþingis 2009 og 2010–2012.

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2012–2013.

Heilbrigðis- og trygginganefnd 2007, heilbrigðisnefnd 2007–2009, iðnaðarnefnd 2007–2009, allsherjarnefnd 2009 og 2010–2011, viðskiptanefnd 2009 (formaður) og 2010–2011 (formaður 2011), kjörbréfanefnd 2009–2011, efnahags- og skattanefnd 2009 og 2010–2011, umhverfisnefnd 2010–2011, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2011–2013, velferðarnefnd 2011–2012 (formaður 2011–2012), umhverfis- og samgöngunefnd 2012–2013.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2009 og 2010–2013.

Æviágripi síðast breytt 2. júní 2021.

Áskriftir