Árni Þór Sigurðsson

Árni Þór Sigurðsson

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2014 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

5. varaforseti Alþingis 2009–2010 og 2012–2013.

Starfandi formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2010–2011. Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2011.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 30. júlí 1960. Foreldrar: Sigurður Kristófer Árnason (fæddur 7. febrúar 1925, dáinn 18. nóvember 2007) skipstjóri og Þorbjörg J. Friðriksdóttir (fædd 25. október 1933, dáin 12. apríl 1983) hjúkrunarkennari og framkvæmdastjóri öldrunarlækninga á Landspítala. Maki: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir (f. 24. september 1955) ónæmisfræðingur við Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. Foreldrar: Þorsteinn Þórðarson og Soffía G. Jónsdóttir. Börn: Sigurður Kári (1986), Arnbjörg Soffía (1990), Ragnar Auðun (1994).

Stúdentspróf MH 1979. Cand.mag.-próf í hagfræði og rússnesku frá Óslóarháskóla 1986. Framhaldsnám í slavneskum málvísindum við Stokkhólmsháskóla og Moskvuháskóla 1986–1988. Nám í opinberri stjórnsýslu við EHÍ 2000–2001.

Fréttaritari RÚV í Moskvu 1988. Fréttamaður hjá RÚV 1988–1989. Deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1989–1991. Ritstjóri og ritstjórnarfulltrúi á Þjóðviljanum og síðar Helgarblaðinu 1991–1992. Félags- og launamálafulltrúi Kennarasambands Íslands 1992–1998. Aðstoðarmaður borgarstjóra 1998–1999. Framkvæmdastjóri þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra 1998. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1994–2007. Forseti borgarstjórnar 2002–2005. Formaður stjórnar Dagvistar barna 1994–1998. Varaformaður fræðsluráðs 1994–1996. Formaður stjórnar SVR 1996–1998. Formaður hafnarstjórnar 1994–2006. Formaður skipulags- og byggingarnefndar 1999–2002. Formaður samgöngunefndar 2002–2005. Formaður umhverfisráðs 2005–2006. Í stjórn Hafnasambands sveitarfélaga 1994–2004, formaður 1997–2004. Verkefnisstjóri verkefnisins EES og íslensk sveitarfélög í Brussel 2005. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2002–2007, varaformaður 2006–2007.

Varaformaður Ferðamálaráðs Íslands 1989–1993. Formaður stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1990–1991. Varaformaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins 1991–1995. Í stjórn SPRON 1998–2004. Í samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins 1999–2002. Í samgöngunefnd Samtaka Evrópuborga, Eurocities, 2002–2006, varaforseti 2004–2006. Fulltrúi á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins í Strassborg 2003–2008, í umhverfisnefnd 2003–2007 og í stjórnarnefnd 2007–2008. Í flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2005–2009. Í stjórn Alþjóðasambands hafnaborga 2006–2008. Í stjórn Heimssýnar, hreyfingar sjálfsstæðissinna í Evrópumálum, 2007–2009.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2014 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

5. varaforseti Alþingis 2009–2010 og 2012–2013.

Starfandi formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2010–2011. Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2011.

Samgöngunefnd 2007–2009 og 2011, umhverfisnefnd 2007–2009, allsherjarnefnd 2009 og 2010, efnahags- og skattanefnd 2009 og 2011, utanríkismálanefnd 2009–2013 (formaður) og 2013–2014, kjörbréfanefnd 2009–2011 og 2013, fjárlaganefnd 2009, 2011–2012, menntamálanefnd 2009, félags- og tryggingamálanefnd 2009–2010, viðskiptanefnd 2009–2010, sérnefnd um stjórnarskrármál 2010–2011, þingskapanefnd 2011–2013 og 2013–2014, velferðarnefnd 2012–2013, efnahags- og viðskiptanefnd 2013.

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2007–2011 (formaður 2009–2011), Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2011–2013, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2011–2013 (formaður) og 2013–2014.

Æviágripi síðast breytt 5. desember 2017.

Áskriftir