Bjarni Johnsen

Bjarni Johnsen

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1857.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Bessastöðum á Álftanesi 11. ágúst 1809, dáinn 21. september 1868. Foreldrar: Jón Jónsson (fæddur um 1779, dáinn í mars 1817) kennari þar og kona hans Ragnheiður Bjarnadóttir (skírð 20. september 1787, dáin 26. júní 1834) húsmóðir. Maki: Anna Petrea Johnsen, fædd Lund (fædd um 1820, dáin í apríl 1861) húsmóðir. Faðir: Nicolai Christian Lund. Dóttir: María (1844).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1828. Cand. mag. í málfræði við Hafnarháskóla 1836, lauk hinu verklega prófi 1838. Ferðaðist til Frakklands og Englands 1845 með styrk af opinberu fé.

  Kennari við lærða skólann í Álaborg 1836–1846. Varð 1846 yfirkennari við lærða skólann í Horsens, gegndi þar um tíma rektorsstörfum. Skipaður 1851 rektor Lærða skólans í Reykjavík og gegndi því embætti til æviloka.

  Konungkjörinn alþingismaður 1857.

  Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2015.