Bjarni Harðarson

Bjarni Harðarson

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2007–2008 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fæddur í Hveragerði 25. desember 1961. Foreldrar: Hörður Vignir Sigurðsson (fæddur 22. september 1934) garðyrkjubóndi og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir (fædd 30. september 1940) húsmóðir og garðyrkjubóndi. Maki: Elín Gunnlaugsdóttir (fædd 22. apríl 1965) tónskáld og framkvæmdastjóri. Foreldrar: Gunnlaugur Skúlason dýralæknir og kona hans Renata Vilhjálmsdóttir leiðsögumaður og kennari. Dóttir Bjarna og Jónínu Sigurgeirsdóttur: Eva (1983). Sonur Bjarna og Arndísar Magnúsdóttur: Magnús Þór (1984). Synir Bjarna og Elínar: Egill (1988), Gunnlaugur (1992).

Stúdentspróf ML 1981. Nám í sagnfræði og þjóðfræði við HÍ 1982–2007.

Landbúnaðarverkamaður 1976–1979. Verkamaður á Höfn í Hornafirði 1980. Verkamaður í Ísrael og Palestínu 1982. Ritstjóri Stúdentablaðsins 1983. Blaðamaður á Tímanum og NT 1984–1985. Blaðamaður á Helgarpóstinum 1985–1986. Ritstjóri Bóndans 1986. Ritstjóri og aðaleigandi Bændablaðsins 1987–1994. Ritstjóri Þjóðólfs, málgagns framsóknarmanna á Suðurlandi, 1988–1991. Ritstjóri og eigandi Sunnlenska fréttablaðsins 1991–2006. Bóksali á Selfossi frá 2006. Stofnaði Sunnlensku bókaútgáfuna 2001.

Stofnfélagi og formaður Sögufélags Árnesinga um árabil. Stjórnarmaður í Þroskahjálp á Suðurlandi frá 1990. Hefur unnið við þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið. Stjórnarmaður í Draugasetrinu ehf. á Stokkseyri frá 2003 og stjórnarformaður Icelandic Wonders á Stokkseyri frá 2005. Í Þingvallanefnd 2008.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2007–2008 (Framsóknarflokkur).

Fjárlaganefnd 2007–2008.

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2015.