Guðfinna S. Bjarnadóttir

Guðfinna S. Bjarnadóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

5. varaforseti Alþingis 2009.

Æviágrip

Fædd í Keflavík 27. október 1957. Foreldrar: Bjarni Guðmundsson (fæddur 13. júlí 1936) rafvirki og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir (fædd 25. júlí 1937) húsmóðir. Maki: Vilhjálmur Á. Kristjánsson (fæddur 13. mars 1954) ráðgjafi. Foreldrar: Kristján Pétursson og Erla Knútsen. Dóttir: Hólmfríður (1977).

Stúdentspróf KHÍ 1977. BA-próf í sálfræði HÍ 1986. MA-próf í sálfræði frá West Virginia University 1989. Ph.D.-próf í sálfræði með áherslu á stjórnun frá West Virginia University 1991.

Kennari við Myllubakkaskóla í Keflavík 1977–1983 og 1985–1986. Leiðbeinandi og doktorsnemi við West Virginia University 1986–1991. Forstjóri LEAD Consulting í Bandaríkjunum 1991–1999. Rektor Háskólans í Reykjavík 1998–2007. Í stjórn Félagsvísindastofnunar HÍ 1985–1986. Formaður nefndar um árangursstjórnun í ríkisrekstri 1995–1996. Í stjórn Baugs Group 1998–2003. Í stjórn Umhverfisverndarsamtaka Íslands 1999–2001. Í stjórn Fulbright á Íslandi 1999–2002. Í stjórn Auðs í krafti kvenna 1999–2003. Í nefnd um stjórnarhætti fyrirtækja frá 2004. Formaður stjórnar umhverfissjóðsins Kolviðar frá 2006.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

5. varaforseti Alþingis 2009.

Umhverfisnefnd 2007–2009, utanríkismálanefnd 2007–2009, viðskiptanefnd 2007–2009.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins (formaður) 2007–2009.

Æviágripi síðast breytt 3. febrúar 2015.

Áskriftir