Gunnar Svavarsson

Gunnar Svavarsson

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2009 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 26. september 1962. Foreldrar: Svavar Gests (fæddur 17. júní 1926, dáinn 1. september 1996) hljóðfæraleikari og útvarpsmaður og fyrri kona hans María Steingrímsdóttir (fædd 1. október 1928, dáin 18. október 2013) húsmóðir. Maki: Hrönn Ásgeirsdóttir (fædd 30. ágúst 1965) grunnskólakennari. Foreldrar: Ásgeir Jóhannes Axelsson og kona hans Elsa Þorsteinsdóttir. Börn: Tinna (1984), Ásgeir Jóhannes (1991), Ólöf Rún (1993).

Stúdentspróf MH 1982. Lokapróf í vélaverkfræði HÍ 1988.

Deildarstjóri við Iðnskólann í Reykjavík 1988–1990. Ráðgjafi hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni 1990–1992. Fræðslustjóri Bifreiðaskoðunar 1992–1994. Framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf. 1994–2006 og í stjórn Sýnis skoðunarstofu 1998–2006.

Formaður Íþróttafélags Hafnarfjarðar 1995–2000. Í stjórn ÍBH 1995–2003, varaformaður 2001–2003. Formaður byggingarnefndar FH frá 2004 og byggingarnefndar Hauka frá 2007. Í foreldraráði Hafnarfjarðar 1999–2001. Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá 2002, forseti bæjarstjórnar 2004–2007. Í bæjarráði 2002–2007, formaður þess 2002–2004. Formaður skipulags- og byggingarráðs 2002–2004. Formaður framkvæmdaráðs síðan 2006. Í samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2002–2006. Varaformaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja hf. 2003–2007. Í stjórn Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar 1996–1999. Varaformaður fulltrúaráðs alþýðuflokksfélaganna 1996–1998. Formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði 1999–2001. Í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar síðan 2003, formaður framkvæmdastjórnar 2005–2007.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2009 (Samfylkingin).

Fjárlaganefnd 2007–2009 (formaður), efnahags- og skattanefnd 2007–2009, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2007–2009, viðskiptanefnd 2009.

Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2007–2009.

Æviágripi síðast breytt 2. september 2015.