Illugi Gunnarsson

Illugi Gunnarsson

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2009–2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Mennta- og menningarmálaráðherra 2013–2017.

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2009–2010 og 2012–2013.

Æviágrip

Fæddur á Siglufirði 26. ágúst 1967. Foreldrar: Gunnar Rafn Sigurbjörnsson (fæddur 22. nóvember 1943) forstöðumaður fjölskyldusviðs hjá Hafnarfjarðarbæ og Guðrún Ína Illugadóttir (fædd 5. september 1945) hafnarfulltrúi hjá Hafnarfjarðarhöfn. Maki: Brynhildur Einarsdóttir (fædd 1. janúar 1973) sagnfræðingur. Foreldrar: Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og Sigrún Gerða Gísladóttir. Dóttir: Guðrún Ína (2012).

Stúdentspróf MR 1987. BS-próf í hagfræði HÍ 1995. MBA-próf frá London Business School 2000.

Fiskvinna á sumrin hjá Hjálmi hf. Flateyri 1983–1993. Leiðbeinandi við Grunnskóla Flateyrar 1987–1988. Organisti Flateyrarkirkju 1995–1996. Skrifstofumaður hjá Vestfirskum skelfiski á Flateyri 1995–1997. Stundaði rannsóknir í fiskihagfræði við HÍ 1997–1998. Aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra 2000–2005. Mennta- og menningarmálaráðherra 23. maí 2013 til 11. janúar 2017.

Í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, 1989–1990, oddviti 1993–1994. Í stúdentaráði HÍ 1993–1995. Fulltrúi stúdenta í háskólaráði 1993–1995. Formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, 1997–1998. Í nefnd um eflingu græna hagkerfisins 2010–2013.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2009–2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Mennta- og menningarmálaráðherra 2013–2017.

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2009–2010 og 2012–2013.

Efnahags- og skattanefnd 2007, fjárlaganefnd 2007–2009 og 2011–2012, menntamálanefnd 2007–2009, umhverfisnefnd 2007–2009, viðskiptanefnd 2010–2011, allsherjarnefnd 2010–2011.

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2007–2009, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2009–2010 og 2011–2013.

Æviágripi síðast breytt 11. janúar 2017.

Áskriftir