Bjarni Jónsson frá Vogi
Þingseta
Alþingismaður Dalasýslu 1908–1926 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri (Landvarnarflokkurinn), Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Borgaraflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
2. varaforseti neðri deildar 1917–1923.
Æviágrip
Fæddur í Miðmörk undir Eyjafjöllum 13. október 1863, dáinn 18. júlí 1926. Foreldrar: Jón Bjarnason (fæddur 11. október 1823, dáinn 11. maí 1905) prestur í Stóradalsþingum, síðar í Skarðsþingum og kona hans Helga Árnadóttir (fædd 3. mars 1831, dáin 2. febrúar 1920) húsmóðir. Maki 1 (18. september 1896): Guðrún Þorsteinsdóttir (fædd 25. september 1876, dáin 6. mars 1957) húsmóðir. Þau skildu. Foreldar: Þorsteinn Eggertsson og kona hans Halldóra Pétursdóttir. Guðrún var stjúpdóttir Ólafs Briems alþingismanns. Maki 2 (21. ágúst 1909): Guðlaug Magnúsdóttir (fædd 22. desember 1887, dáin 19. september 1971) húsmóðir. Foreldrar: Magnús Gunnarsson og kona hans Þóra Ágústa Ólafsdóttir. Börn Bjarna og Guðrúnar: Sigríður (1899), Þórsteinn (1900), Eysteinn (1902). Börn Bjarna og Guðlaugar: Bjarni (1913), Magnús Helgi (1917), Helga (1919), Jón (1920), Guðlaug (1922).
Stúdentspróf Lsk. 1888. Cand. mag. í þýsku og klassískum málum Hafnarháskóla 1894. Dvaldist því næst um hríð í Þýskalandi.
Varð fyrst stundakennari við Lærða skólann í Reykjavík 1895, síðar aukakennari, vikið frá 1904. Ritstjóri Ingólfs 1903–1904. Skipaður 1909 viðskiptaráðunautur til 31. desember 1913, er það starf var lagt niður. Skipaður 1915 dósent í latínu og grísku við Háskóla Íslands og gegndi því starfi til æviloka. Vann alla ævi jöfnum höndum að ritstörfum og fékk styrk til þeirra 1914–1915 af opinberu fé.
Skipaður 1917 í milliþinganefnd í fossamálum. Átti sæti í fullveldisnefnd Alþingis 1917–1918. Í sambandslaganefnd 1918 og síðan dansk-íslenskri ráðgjafarnefnd frá 1918 til æviloka. Bankaráðsmaður Íslandsbanka frá 1918–1926.
Alþingismaður Dalasýslu 1908–1926 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri (Landvarnarflokkurinn), Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Borgaraflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
2. varaforseti neðri deildar 1917–1923.
Samdi sögur og ljóð og ritaði greinar um bókmenntir, sögu og stjórnmál.
Ritstjóri: Ingólfur (1903–1904). Sumargjöf (1905–1908). Huginn (1907–1908). Þjóðviljinn (1908). Æringi (1908). Birkibeinar (1911–1913). Fra Islands næringsliv (1914). Andvaka (1918–1920, 1923). Dagrenning (1924).
Æviágripi síðast breytt 18. maí 2017.