Ragnheiður E. Árnadóttir

Ragnheiður E. Árnadóttir

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2009, alþingismaður Suðurkjördæmis 2009–2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2013–2017.

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2010–2012.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 30. september 1967. Foreldrar: Árni Þ. Þorgrímsson (fæddur 6. ágúst 1931, dáinn 18. nóvember 2019) flugumferðarstjóri og Hólmfríður Guðmundsdóttir (fædd 22. júní 1928, dáin 6. febrúar 2003) aðalbókari. Maki: Guðjón Ingi Guðjónsson (fæddur 22. júlí 1964) framkvæmdastjóri. Foreldrar: Guðjón M. Guðmundsson og Sveinbjörg Laustsen. Synir: Árni Þór (2002), Helgi Matthías (2008). Stjúpdætur, dætur Guðjóns Inga: Gígja Sigríður (1989), Karítas Sveina (1994).

Stúdentspróf Kvennaskólanum í Reykjavík 1987. BA-próf í stjórnmálafræði HÍ 1991. MS-próf í alþjóðasamskiptum frá Georgetown University í Bandaríkjunum 1994.

Starfsmaður Útflutningsráðs Íslands 1995–1998, aðstoðarviðskiptafulltrúi 1995–1996, viðskiptafulltrúi í New York 1996–1997 og verkefnisstjóri í Reykjavík 1997–1998. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra 1998–2005. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra 2005–2006. Aðstoðarmaður forsætisráðherra 2006–2007. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 23. maí 2013 til 11. janúar 2017.

Í nefnd um nýtt fæðingarorlof 1999. Í samninganefnd ríkisins 1999–2005. Varamaður í jafnréttisráði 2000–2005. Varamaður í bankaráði Norræna fjárfestingarbankans 2002–2006. Í viðræðunefnd um varnarmál 2005–2006. Í stjórn Iceland Naturally 2005–2007 og í stjórn Iceland Naturally Europe 2006–2007. Í fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar 2005–2007. Í Þingvallanefnd 2009–2013.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2009, alþingismaður Suðurkjördæmis 2009–2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2013–2017.

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2010–2012.

Efnahags- og skattanefnd 2007–2009, iðnaðarnefnd 2007–2009, utanríkismálanefnd 2007–2009, 2010 og 2011–2013, viðskiptanefnd 2009–2010, þingskapanefnd 2011–2013.

Íslandsdeild NATO-þingsins 2007–2013 (formaður 2007–2009).

Æviágripi síðast breytt 24. nóvember 2019.

Áskriftir