Herdís Þórðardóttir

Herdís Þórðardóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2007–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágrip

Fædd á Akranesi 31. janúar 1953. Foreldrar: Þórður Guðjónsson (fæddur 10. október 1923, dáinn 27. október 2005) útgerðarmaður og kona hans Marselía Guðjónsdóttir (fædd 1. febrúar 1924, dáin 28. ágúst 2013). Maki: Jóhannes Sigurður Ólafsson (fæddur 18. september 1948) útgerðarmaður. Foreldrar: Ólafur Ólafsson og kona hans Lilja Halldórsdóttir húsmóðir. Börn: Þórður Már (1973), Lára (1974), Ingunn Þóra (1981), Guðjón (1985).

Gagnfræðapróf 1970. Sjúkraliðapróf 1972. OPJ-þerapisti 2006.

Sjúkraliði við sjúkrahúsið á Akranesi 1972–1985. Störf við eigin atvinnurekstur, útgerð og fiskverkun 1986–2007.

Varamaður í bæjarstjórn Akraness 1990–1994. Í hafnarstjórn Akraness 1990–2004, formaður 1994–1998. Í stjórn Grundartangahafnar 1994–2002. Í stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna 1993–1997 og 2007–2013. Formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Báru Akranesi 1990–1998.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2007–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Iðnaðarnefnd 2007–2009, samgöngunefnd 2007–2009, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009.

Æviágripi síðast breytt 3. janúar 2017.

Áskriftir