Ásmundur Einar Daðason

Ásmundur Einar Daðason

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2009–2016 og 2017–2021 og Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð, utan flokka, Framsóknarflokkur).

Félags- og jafnréttismálaráðherra 2017–2019, félags- og barnamálaráðherra 2019–2021, mennta- og barnamálaráðherra 2021–.

Formaður þingflokks Framsóknarmanna 2015–2016.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 29. október 1982. Foreldrar: Daði Einarsson (fæddur 26. maí 1953) bóndi og Anna Sigríður Guðmundsdóttir (fædd 26. febrúar 1960). Maki: Sunna Birna Helgadóttir (fædd 17. október 1978). Foreldrar: Helgi Torfason og Ella B. Bjarnarson. Dætur: Aðalheiður Ella (2006), Júlía Hlín (2008), Auður Helga (2015).

Búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 2002. B.Sc.-próf í almennum búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2007.

Starfaði við landbúnað í hlutastarfi til ársins 2009. Rak eigið innflutnings- og sölufyrirtæki með vörur fyrir landbúnað til 2011. Félags- og jafnréttismálaráðherra síðan 30. nóvember 2017, félags- og barnamálaráðherra 1. janúar 2019 til 27. nóvember 2021. Mennta- og barnamálaráðherra síðan 28. nóvember 2021.

Í stúdentaráði Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 2001–2002, formaður 2004–2005. Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu 2005–2010. Formaður svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Dölum 2005–2007. Í háskólaráði Landbúnaðarháskóla Íslands 2009–2013. Í stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms frá 2015 (formaður kvennaráðs Skallagríms 2015–2017).

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2009–2016 og 2017–2021 og Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð, utan flokka, Framsóknarflokkur).

Félags- og jafnréttismálaráðherra 2017–2019, félags- og barnamálaráðherra 2019–2021, mennta- og barnamálaráðherra 2021–.

Formaður þingflokks Framsóknarmanna 2015–2016.

Allsherjarnefnd 2009–2010, fjárlaganefnd 2009–2011 og 2013–2016, menntamálanefnd 2009–2010, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009 og 2010–2011, félags- og tryggingamálanefnd 2010–2011, samgöngunefnd 2011, umhverfis- og samgöngunefnd 2011–2013, utanríkismálanefnd 2013–2015.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2009–2011, Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2013–2016.

Æviágripi síðast breytt 15. febrúar 2022.

Áskriftir