Róbert Marshall

Róbert Marshall

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2009–2013 (Samfylkingin, utan flokka), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2016 (Björt framtíð).

Varaþingmaður Suðurkjördæmis október–nóvember 2007, október–nóvember 2008 (Samfylkingin).

6. varaforseti 2015–2016.

Formaður þingflokks Bjartrar framtíðar 2013–2015.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 31. maí 1971. Foreldrar: Anthony Marshall (fæddur 28. apríl 1943) sjómaður og Fríða Eiríksdóttir (fædd 14. október 1947) starfsmaður dvalarheimilis aldraðra. Stjúpfaðir: Jóhann Friðriksson (fæddur 29. september 1939). Maki 1: Sigrún Elsa Smáradóttir (fædd 27. nóvember 1972) borgarfulltrúi. Þau skildu. Foreldrar: Smári Grímsson og Ragnheiður Brynjúlfsdóttir. Maki 2: Brynhildur Ólafsdóttir (fædd 18. júní 1967) forstöðumaður kynningarsviðs Saga Capital, fjárfestingarbanka. Foreldrar: Ólafur Guðmundsson og Guðlaug Pétursdóttir. Börn Róberts og Sigrúnar Elsu: Smári Rúnar (1992), Ragnheiður Anna (1994). Börn Róberts og Brynhildar: Lára (2003), Ólafur (2006). Stjúpdóttir, dóttir Brynhildar: Þorgerður Þórólfsdóttir (2000).

Stúdentspróf Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum 1993. Las lögfræði 1994–1995 og stjórnmálafræði 1995–1997 við HÍ.

Stundaði fiskvinnslu, netagerð og sjómennsku 1987–1994. Blaðamaður á Vikublaðinu, Mannlífi og Degi-Tímanum 1994–1998. Fréttamaður á Stöð 2 1998–2005. Forstöðumaður fréttasviðs 365 miðla 2005–2006. Aðstoðarmaður samgönguráðherra 2007–2009.

Formaður Verðandi, landssamtaka ungra alþýðubandalagsmanna, 1995–1997. Í stjórn Grósku, samtaka félagshyggjufólks um sameiningu jafnaðarmanna, 1997–1998. Formaður Blaðamannafélags Íslands 2003–2005. Í Þingvallanefnd 2013–2017.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2009–2013 (Samfylkingin, utan flokka), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2016 (Björt framtíð).

Varaþingmaður Suðurkjördæmis október–nóvember 2007, október–nóvember 2008 (Samfylkingin).

6. varaforseti 2015–2016.

Formaður þingflokks Bjartrar framtíðar 2013–2015.

Allsherjarnefnd 2009–2011 (formaður 2010–2011), samgöngunefnd 2009–2011, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009–2010, 2010–2011, umhverfisnefnd 2010, þingskapanefnd 2011, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2011–2013, umhverfis- og samgöngunefnd 2011–2013 og 2013–2016.

Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2009–2013 (formaður), Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2013–2016.

Æviágripi síðast breytt 26. apríl 2017.

Áskriftir