Sigmundur Ernir Rúnarsson

Sigmundur Ernir Rúnarsson

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2009–2013 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 6. mars 1961. Foreldrar: Rúnar H. Sigmundsson (fæddur 8. apríl 1933) viðskiptafræðingur og Helga Sigfúsdóttir (fædd 30. desember 1935) húsmóðir. Mágur Sigfúsar Karlssonar varaþingmanns. Maki 1: Bára Aðalsteinsdóttir (fædd 24. febrúar 1959) þroskaþjálfi. Þau skildu. Foreldrar: Aðalsteinn Gíslason og Kristín Jóhanna Hólm. Maki 2: Elín Sveinsdóttir (fædd 25. febrúar 1963) upptöku- og útsendingarstjóri. Foreldrar: Sveinn Viðar Jónsson og Auður Vésteinsdóttir. Börn Sigmundar og Báru: Eydís Edda (fædd 1985, dáin 2009), Oddur (1987). Börn Sigmundar og Elínar: Birta (1990), Rúnar (1992), Ernir (1996), Auður (2004).

Stúdentspróf MA 1981. Ýmis fjölmiðlanámskeið í Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum 1981–1986.

Blaðamaður á Vísi 1981 og DV 1981–1983. Ritstjórnarfulltrúi á Helgarpóstinum 1983–1985. Þáttastjórnandi hjá Ríkissjónvarpinu 1985–1986. Fréttamaður og síðar varafréttastjóri á Stöð 2 1987–2001. Ritstjóri DV 2001–2003. Þáttastjórnandi á Skjá 1 2003–2004. Fréttaritstjóri á Fréttablaðinu 2004–2005. Fréttastjóri á Stöð 2 2005–2007 og forstöðumaður fréttasviðs á sömu stöð 2007–2009.

Í stjórn Blaðamannafélags Íslands 1988–1990. Í stjórn Dags íslenskrar tungu 1996–2000. Formaður verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar 2001–2004. Formaður stjórnar Leikfélags Akureyrar 2003–2009.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2009–2013 (Samfylkingin).

Fjárlaganefnd 2009–2013, heilbrigðisnefnd 2009–2010, iðnaðarnefnd 2009–2011, samgöngunefnd 2010–2011, utanríkismálanefnd 2011–2012, atvinnuveganefnd 2012, allsherjar- og menntamálanefnd 2012–2013.

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2010–2011, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2011–2012, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2012–2013.

Æviágripi síðast breytt 17. mars 2016.

Áskriftir