Unnur Brá Konráðsdóttir

Unnur Brá Konráðsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2009–2017 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðurkjördæmis janúar til febrúar 2018, febrúar, september og október 2019 (Sjálfstæðisflokkur).

6. varaforseti Alþingis 2009–2013. Forseti Alþingis 2017.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 6. apríl 1974. Foreldrar: Konráð Óskar Auðunsson (fæddur 16. nóvember 1916, dáinn 28. apríl 1999) bóndi á Búðarhóli, Austur-Landeyjum, og Sigríður Haraldsdóttir (fædd 9. febrúar 1931) húsmóðir og bóndi. Börn: Eden Frost Kjartansbur (2004), Bríet Járngerður (2008), Hervör Úlfdís Gná (2016).

Stúdentspróf ML 1994. Embættispróf í lögfræði frá HÍ 2000.

Fulltrúi sýslumanns á Ísafirði 2000–2002, settur sýslumaður á Ísafirði frá ársbyrjun 2002 og fram á vor. Fulltrúi sýslumanns á Selfossi og aðstoðarmaður við Héraðsdóm Suðurlands 2002–2004. Lögfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins 2004–2006. Sveitarstjóri Rangárþings eystra 2006–2009.

Í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1999–2000 og í stúdentaráði Háskóla Íslands 1999–2001. Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ 2001–2002. Formaður Sjálfstæðisfélagsins Kára í Rangárþingi eystra 2003–2006. Í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 2004–2006. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 2006–2009. Í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 2006–2007 og 2008–2009. Skipuð af forsætisráðherra í verkefnisstjórn rammaáætlunar um nýtingu og vernd vatnsafls og jarðvarma 2007. Í Þingvallanefnd 2013–2017.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2009–2017 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðurkjördæmis janúar til febrúar 2018, febrúar, september og október 2019 (Sjálfstæðisflokkur).

6. varaforseti Alþingis 2009–2013. Forseti Alþingis 2017.

Iðnaðarnefnd 2009–2010, menntamálanefnd 2009–2010 og 2010–2011, félags- og tryggingamálanefnd 2010–2011, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009–2010, velferðarnefnd 2011–2013, 2013–2014 og 2015–2016, kjörbréfanefnd 2013, allsherjarnefnd 2013–2016 (formaður), efnahags- og viðskiptanefnd 2014–2015, fjárlaganefnd 2016–2017.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2013–2016 (formaður), Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2013–2016.

Æviágripi síðast breytt 9. nóvember 2021.

Áskriftir