Magnús Orri Schram

Magnús Orri Schram

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2009–2013 (Samfylkingin).

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2012.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 23. apríl 1972. Foreldrar: Ólafur Magnús Schram (fæddur 25. maí 1950), bróðir Ellerts B. Schrams alþingismanns, framkvæmdastjóri og Marín Magnúsdóttir (fædd 7. desember 1950) framkvæmdastjóri. Maki: Herdís Hallmarsdóttir (fædd 10. september 1972) hæstaréttarlögmaður. Foreldrar: Hallmar Sigurðsson og Sigríður Sigþórsdóttir. Sonur: Hallmar Orri (1999). Stjúpdóttir, dóttir Herdísar: Sigríður María Egilsdóttir (1993).

Stúdentspróf MH 1992. BA-próf í sagnfræði HÍ 1997. MBA-próf HR 2003.

Íþróttafréttamaður hjá ríkissjónvarpinu 1997–1999. Framkvæmdastjóri hjá KR Sporti 1999–2000. Verkefnisstjóri hjá Símanum 2000–2003. Stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Birtu vefauglýsingum 2003–2004. Stundakennari við viðskiptadeild HR 2004–2006. Sölu- og markaðsstjóri húðvara hjá Bláa lóninu 2006–2009.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2009–2013 (Samfylkingin).

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2012.

Efnahags- og skattanefnd 2009–2011, samgöngunefnd 2009, umhverfisnefnd 2009–2010, viðskiptanefnd 2009–2011, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009–2010, heilbrigðisnefnd 2010, iðnaðarnefnd 2010–2011, atvinnuveganefnd 2011–2012, efnahags- og viðskiptanefnd 2011–2013, í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2012, þingskapanefnd 2012–2013.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2011–2012.

Æviágripi síðast breytt 15. desember 2016.

Áskriftir