Sigurður Ingi Jóhannsson

Sigurður Ingi Jóhannsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2009 (Framsóknarflokkur).

Sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra 2013–2016. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2013–2014. Forsætisráðherra 2016–2017. Samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra og ­ráðherra nor­rænna sam­starfs­mála 2017–2021. Innviðaráðherra 2021–2024. Fjármála- og efnahagsráðherra síðan 2024.

4. varaforseti Alþingis 2011–2013.

Æviágrip

Fæddur á Selfossi 20. apríl 1962. Foreldrar: Jóhann H. Pálsson (fæddur 7. mars 1936, dáinn 28. nóvember 1987) bóndi í Dalbæ í Hrunamannahreppi og Hróðný Sigurðardóttir (fædd 17. maí 1942, dáin 28. nóvember 1987) húsmóðir og skrifstofumaður. Maki 1: Anna Kr. Ásmundsdóttir (fædd 23. september 1962) kennari. Þau skildu. Foreldrar: Ásmundur Bjarnason og Kristrún Jónía Karlsdóttir. Maki 2: Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir (fædd 9. maí 1966) framkvæmdastjóri. Foreldrar: Ingjaldur Ásvaldsson og Guðbjörg Elíasdóttir. Börn Sigurðar og Önnu: Nanna Rún (1983), Jóhann Halldór (1990), Bergþór Ingi (1992). Stjúpbörn, börn Ingibjargar Elsu: Sölvi Már Benediktsson (1990), Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir (1996).

Stúdentspróf ML 1982. Embættispróf í dýralækningum frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn (KVL). Almennt dýralæknaleyfi í Danmörku 1989 og á Íslandi 1990.

Landbúnaðarstörf samhliða námi 1970–1984. Afgreiðslu- og verkamannastörf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík 1982–1983. Bóndi í Dalbæ í Hrunamannahreppi 1987–1994. Sjálfstætt starfandi dýralæknir í uppsveitum Árnessýslu 1990–1995. Settur héraðsdýralæknir í Hreppa- og Laugarásumdæmi 1992–1994 og um skeið í Vestur-Barðastrandarumdæmi. Dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands ehf. 1996–2009. Oddviti Hrunamannahrepps 2002–2009. Sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra 23. maí 2013 til 7. apríl 2016. Umhverfis- og auðlindaráðherra 23. maí 2013 til 31. desember 2014. Forsætisráðherra 7. apríl 2016 til 11. janúar 2017. Samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála 30. nóvember 2017 til 27. nóvember 2021, innviðaráðherra 28. nóvember 2021 til 9. apríl 2024. Fjármála- og efnahagsráðherra síðan 9. apríl 2024.

Í varastjórn Ungmennafélags Hrunamanna (UMFH) og gjaldkeri knattspyrnudeildar 1990–1996. Í sóknarnefnd Hrepphólakirkju 1993–1997. Í sveitarstjórn Hrunamannahrepps 1994–2010, varaoddviti 1994–1998, oddviti 2002–2009. Í stjórn Dýralæknafélags Íslands 1994–1996. Formaður stjórnar Dýralæknaþjónustu Suðurlands ehf. 1996–2011. Í ráðherraskipaðri nefnd sem vann að breytingum á dýralæknalögum 1996–1998. Formaður stjórnar Hótels Flúða hf. 1996–2002 og 2003–2005, formaður byggingarnefndar hótelsins 1998–2000. Ritari stjórnar Framsóknarfélags Árnessýslu 2001–2008. Í skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatni 2001–2017, varamaður 1997–2001, formaður stjórnar 2001–2009. Í stjórn Kaupfélags Árnesinga 2002–2003. Í héraðsnefnd Árnesinga 2002–2006. Í stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands 2002–2007, varaformaður 2006–2007. Í samgöngunefnd Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 2003–2006. Í heilbrigðisnefnd Suðurlands 2006–2009. Oddviti oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps 2006–2009, formaður stjórnar skipulags- og byggingarfulltrúaembættis þar 2008–2009. Formaður skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 2006–2008. Í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 2007–2009. Í Þingvallanefnd 2009–2013. Varaformaður Framsóknarflokksins 2013–2016. Formaður Framsóknarflokksins síðan 2016. Í samráðsnefnd um veiðigjöld síðan 2017.

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2009 (Framsóknarflokkur).

Sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra 2013–2016. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2013–2014. Forsætisráðherra 2016–2017. Samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra og ­ráðherra nor­rænna sam­starfs­mála 2017–2021. Innviðaráðherra 2021–2024. Fjármála- og efnahagsráðherra síðan 2024.

4. varaforseti Alþingis 2011–2013.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009–2011, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009–2010, atvinnuveganefnd 2011–2013 og 2017.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2009–2013, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2017.

Æviágripi síðast breytt 10. apríl 2024.

Áskriftir