Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
  • Kjördæmi: Norðausturkjördæmi
  • Þingflokkur: Miðflokkurinn

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2009–2013, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2013–2017 (Framsóknarflokkur), síðan 2017 (Miðflokkurinn).

Forsætisráðherra 2013–2016, dómsmálaráðherra 2014.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 12. mars 1975. Foreldrar: Gunnlaugur M. Sigmundsson (fæddur 30. júní 1948) cand. oecon., framkvæmdastjóri og fyrrverandi alþingismaður og Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir (fædd 5. október 1948) lífeindafræðingur og skrifstofustjóri. Maki: Anna Sigurlaug Pálsdóttir (fædd 9. desember 1974) mannfræðingur. Foreldrar: Páll Samúelsson og Elín Sigrún Jóhannesdóttir. Dóttir: Sigríður Elín (2012).

Stúdentspróf MR 1995. BS-próf frá viðskipta- og hagfræðideild HÍ 2005 auk hlutanáms í fjölmiðlafræði. Skiptinám við Plekhanov-háskóla í Moskvu. Nám við stjórnmálafræðideild Kaupmannahafnarháskóla í alþjóðasamskiptum og opinberri stjórnsýslu. Framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla með áherslu á tengsl hagrænnar þróunar og skipulagsmála.

Þáttastjórnandi og fréttamaður í hlutastarfi hjá Ríkisútvarpinu 2000–2007. Forsætisráðherra 23. maí 2013 til 7. apríl 2016. Dómsmálaráðherra 26. ágúst til 4. desember 2014.

Forseti Nordiska Ekonomie Studerandes Union 2000–2002. Fulltrúi í skipulagsráði Reykjavíkurborgar 2008–2010. Formaður Framsóknarflokksins 2009–2016. Í Þingvallanefnd síðan 2017. Formaður Miðflokksins síðan 2017.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2009–2013, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2013–2017 (Framsóknarflokkur), síðan 2017 (Miðflokkurinn).

Forsætisráðherra 2013–2016, dómsmálaráðherra 2014.

Utanríkismálanefnd 2009–2013 og 2017.

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2009–2011, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2011–2013.

Æviágripi síðast breytt 31. október 2017.