Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Nefndasetur:
- Framtíðarnefnd
- Utanríkismálanefnd
- Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins - varaformaður
- Áheyrnarfulltrúi:
- Atvinnuveganefnd
- Efnahags- og viðskiptanefnd
Þingstörf og hagsmunaskrá
Þingseta
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2009–2013, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2013–2017 (Framsóknarflokkur), síðan 2017 (Miðflokkurinn).
Forsætisráðherra 2013–2016, dómsmálaráðherra 2014.
Æviágrip
Fæddur í Reykjavík 12. mars 1975. Foreldrar: Gunnlaugur M. Sigmundsson (fæddur 30. júní 1948) cand. oecon., framkvæmdastjóri og fyrrverandi alþingismaður og Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir (fædd 5. október 1948) lífeindafræðingur og skrifstofustjóri. Maki: Anna Sigurlaug Pálsdóttir (fædd 9. desember 1974) mannfræðingur. Foreldrar: Páll Samúelsson og Elín Sigrún Jóhannesdóttir. Dóttir: Sigríður Elín (2012).
Stúdentspróf MR 1995. BS-próf frá viðskipta- og hagfræðideild HÍ 2005 auk hlutanáms í fjölmiðlafræði. Skiptinám við Plekhanov-háskóla í Moskvu. Nám við stjórnmálafræðideild Kaupmannahafnarháskóla í alþjóðasamskiptum og opinberri stjórnsýslu. Framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla með áherslu á tengsl hagrænnar þróunar og skipulagsmála.
Þáttastjórnandi og fréttamaður í hlutastarfi hjá Ríkisútvarpinu 2000–2007. Forsætisráðherra 23. maí 2013 til 7. apríl 2016. Dómsmálaráðherra 26. ágúst til 4. desember 2014.
Forseti Nordiska Ekonomie Studerandes Union 2000–2002. Fulltrúi í skipulagsráði Reykjavíkurborgar 2008–2010. Formaður Framsóknarflokksins 2009–2016. Í Þingvallanefnd 2017–2018. Formaður Miðflokksins síðan 2017.
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2009–2013, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2013–2017 (Framsóknarflokkur), síðan 2017 (Miðflokkurinn).
Forsætisráðherra 2013–2016, dómsmálaráðherra 2014.
Utanríkismálanefnd 2009–2013, 2017 og 2021–, efnahags- og viðskiptanefnd 2017–2021, framtíðarnefnd 2021–.
Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2009–2011, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2011–2013, Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2017–2021 og 2021–, þingmannanefnd Íslands og ESB 2010–2013.
Æviágripi síðast breytt 29. apríl 2022.