Björn Valur Gíslason

Björn Valur Gíslason

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2009–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Norðurlands eystra desember 1990 (Alþýðubandalagið), Norðausturkjördæmis október–nóvember 2007, apríl 2008, október–nóvember 2008, Reykjavíkurkjördæmis norður júní–júlí 2013, október 2014, janúar 2015 og október–nóvember og desember 2015, mars 2016 og mars 2017 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2011–2012.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Ólafsfirði 20. september 1959. Foreldrar: Gísli Magnússon Gíslason (fæddur 27. mars 1924, dáinn 27. september 2009) sjómaður og netagerðarmaður í Ólafsfirði og Sigurveig Anna Stefánsdóttir (fædd 15. maí 1930) húsmóðir og starfsmaður Ólafsfjarðarbæjar. Maki: Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir (fædd 12. ágúst 1961) náms- og starfsráðgjafi. Foreldrar: Rósenberg Jóhannsson og Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir. Börn: Sigurveig Petra (1981), Berglind Harpa (1985), Katla Hrund (1990). Sonur Björns og Halldóru Salbjargar Björgvinsdóttur: Björgvin Davíð (fæddur 1976, dáinn 1992).

Skipstjórnarpróf Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1984. Kennsluréttindi HA 2006.

Sjómaður síðan 1975. Stýrimaður og skipstjóri á togaranum Sólbergi ÓF-12. Yfirstýrimaður og síðar skipstjóri á frystitogaranum Kleifabergi ÓF-2 síðan 1997. Hafði umsjón með fyrsta stigs námi við Stýrimannaskólann í Ólafsfirði 1986–1988. Leiðbeinandi í sjóvinnu við Gagnfræðaskólann í Ólafsfirði 1986–1988. Kennari á námskeiðum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum.

Bæjarfulltrúi Vinstrimanna og óháðra og sat í ýmsum nefndum fyrir Ólafsfjarðarbæ 1986–1998. Formaður fræðslunefndar Ólafsfjarðarbæjar 2002–2006. Stjórnarmaður í Skipstjóra- og stýrimannafélagi Norðurlands í mörg ár. Í stjórn Félags skipstjórnarmanna. Í hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust. Hefur gefið út fjölmarga geisladiska með eigin lögum og annarra og haldið fjölda tónleika víða um land auk þess að hafa unnið að ýmsum menningartengdum atburðum í Ólafsfirði. Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2013–2017.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2009–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Norðurlands eystra desember 1990 (Alþýðubandalagið), Norðausturkjördæmis október–nóvember 2007, apríl 2008, október–nóvember 2008, Reykjavíkurkjördæmis norður júní–júlí 2013, október 2014, janúar 2015 og október–nóvember og desember 2015, mars 2016 og mars 2017 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2011–2012.

Fjárlaganefnd 2009–2013 (formaður 2012–2013), samgöngunefnd 2009–2011 (formaður), sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009–2011, viðskiptanefnd 2011–2011, atvinnuveganefnd 2011–2013.

Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2009–2013.

Æviágripi síðast breytt 23. október 2019.

Áskriftir