Magnús Jónsson

Þingseta

Fjármálaráðherra 1922–1923.

Æviágrip

Fæddur á Úlfljótsvatni í Grafningi 17. júlí 1878, dáinn 2. október 1934. Foreldrar: Jón (fæddur 21. september 1825, dáinn 8. apríl 1885) bóndi á Úlfljótsvatni Þórðarson bónda sama stað Gíslasonar og kona hans Þórunn (fædd 30. ágúst 1846, dáin 12. febrúar 1931) Magnúsdóttir prests í Meðallandsþingum Jónssonar Nordahls. Maki (2. september 1904): Harriet Edith Isabel (fædd 24. ágúst 1879, dáin 25. júní 1968) dóttir Gottliebs Heinrichs L. Ronnesens stórkaupmanns í Kaupmannahöfn.

Stúdent 1898 Reykjavík. Lögfræðipróf 1904 Hafnarháskóla. Hagfræðipróf 1907 Hafnarháskóla.

Vann í fjármálaráðuneytinu danska 1904–1920 og stundaði jafnframt lagakennslu 1903–1908 og málaflutning 1904–1913. Forstöðumaður dýrtíðar- og matvælaskömmtunarskrifstofu Kaupmannahafnar 1916–1920. Ritari dönsku sambandslaganefndarinnar 1918. Fulltrúi í sendinefnd Dana á þjóðabandalagsfundi í Genf 1920. Skipaður prófessor við Háskóla Íslands 1920. Skipaður fjármálaráðherra 7. mars 1922, lausn 18. apríl 1923. Var síðan prófessor til ársloka 1933. Rak búskap á Úlfljótsvatni frá 1928 til æviloka.

Fjármálaráðherra 1922–1923.

Æviágripi síðast breytt 3. febrúar 2015.

Áskriftir