Björn Bjarnarson

Björn Bjarnarson

Þingseta

Alþingismaður Borgfirðinga 1892–1893 og 1900–1901 (Heimastjórnarflokkurinn).

Minningarorð

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Skógarkoti í Þingvallasveit 14. ágúst 1856, dáinn 15. mars 1951. Foreldrar: Björn Eyvindsson (fæddur 7. nóvember 1825, dáinn 11. júní 1899) síðar bóndi í Vatnshorni í Skorradal og kona hans Solveig Björnsdóttir (fædd 22. nóvember 1825, dáin 11. apríl 1889) húsmóðir. Maki (15. júní 1884): Kristrún Eyjólfsdóttir (fædd 22. nóvember 1856, dáin 30. júní 1935) húsmóðir. Foreldrar: Eyjólfur Þorsteinsson og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Börn: Steindór (1885), Sólveig (1886), Guðrún (1889), Björn (1892), Þórunn Ástríður (1895), Helga Sigurdís (1897), Sigríður Bjarney (1900).

  Við búnaðarnám í Stend í Noregi 1878–1880. Ferðaðist síðan um Danmörku 1880–1881.

  Húsmaður á Hvanneyri í Borgarfirði 1882–1883, bóndi þar 1884–1886. Dvaldist síðan í Reykjavík 1886–1887. Bóndi í Reykjakoti, síðar Reykjahvoli í Mosfellssveit 1887–1898, í Gröf, síðar Grafarholti í sömu sveit 1898–1919, en átti þar áfram heima til æviloka.

  Hreppstjóri Mosfellshrepps frá 1903. Sýslunefndarmaður um 40 ár frá 1904. Skipaður 1927 í ríkisgjaldanefnd.

  Alþingismaður Borgfirðinga 1892–1893 og 1900–1901 (Heimastjórnarflokkurinn).

  Ritstjóri: Alþýðlegt fréttablað (1886). Félagsrit (1915).

  Æviágripi síðast breytt 7. apríl 2015.

  Áskriftir