Björn Bjarnason

Björn Bjarnason

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2007, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Menntamálaráðherra 1995–2002, dóms- og kirkjumálaráðherra 2003–2009.

4. varaforseti Alþingis 1991–1992.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 14. nóvember 1944. Foreldrar: Bjarni Benediktsson (fæddur 30. apríl 1908, dáinn 10. júlí 1970) alþingismaður og ráðherra og seinni kona hans Sigríður Björnsdóttir (fædd 1. nóvember 1919, dáin 10. júlí 1970) húsmóðir. Maki (21. september 1969): Rut Ingólfsdóttir (fædd 31. júlí 1945) fiðluleikari. Foreldrar: Ingólfur Guðbrandsson og kona hans Inga Þorgeirsdóttir. Börn: Sigríður Sól (1972), Bjarni Benedikt (1978).

Stúdentspróf MR 1964. Lögfræðipróf HÍ 1971. Hdl. 1979.

Útgáfustjóri Almenna bókafélagsins 1971–1974. Fréttastjóri erlendra frétta á Vísi 1974. Deildarstjóri í forsætisráðuneytinu 1974–1975, skrifstofustjóri 1975–1979. Blaðamaður á Morgunblaðinu 1979–1984, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins 1984–1991. Skipaður 23. apríl 1995 menntamálaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skipaður 28. maí 1999 menntamálaráðherra, lausn 2. mars 2002. Skipaður 23. maí 2003 dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí. Skipaður 24. maí 2007 dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 1. febrúar 2009.

Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1967–1968. Í stjórn Félagsstofnunar stúdenta 1968–1974, formaður 1972–1974. Í stjórn landsmálafélagsins Varðar 1972–1974. Í stjórn Samtaka um vestræna samvinnu frá 1973, formaður 1982–1986. Í stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna 1976–1986. Í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs 1977–1993, formaður 1977–1986. Í öryggismálanefnd ríkisstjórnarinnar 1980–1991 (er hún var lögð niður). Stjórnarformaður Almenna bókafélagsins 1987–1991, í bókmenntaráði félagsins 1974–1987. Félagi í International Institute for Strategic Studies í London frá 1973. Í stjórn Sögufélags 1988–2001. Skip. 1988 fulltrúi kirkjuráðs í ráðgjafarnefnd Rannsóknastofnunar í siðfræði. Í Þingvallanefnd 1991–2009, formaður 1992–2009. Skip. 1991 formaður þyrlunefndar. Skip. 1992 í þróunarnefnd Háskóla Íslands, í nefnd um öryggis- og varnarmál Íslands, í nefnd til að undirbúa lögfestingu mannréttindasáttmála Evrópu og í nefnd um stofnun Listaháskóla Íslands, formaður. Fulltrúi Alþingis á RÖSE-þingi 1992. Formaður ritnefndar vegna sögu Stjórnarráðs Íslands 1999–2004. Formaður Aflans, félags qi-gong iðkenda, síðan 2002. Í borgarstjórn Reykjavíkur 2002–2006. Í borgarráði 2002–2003. Í stjórnkerfisnefnd Reykjavíkurborgar 2002–2003. Í almannavarnanefnd Reykjavíkur 2002–2003. Í stjórn Aflvaka hf. síðan 2002. Í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 2002–2003. Í stjórn Aflvaka 2002–2003. Í samstarfsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis 2003. Í stjórn Skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar 2003.

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2007, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Menntamálaráðherra 1995–2002, dóms- og kirkjumálaráðherra 2003–2009.

4. varaforseti Alþingis 1991–1992.

Utanríkismálanefnd 1991–1995 (formaður 1992–1995), 2002–2003 og 2009, allsherjarnefnd 1991–1995, menntamálanefnd 1991–1995, sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1994, sérnefnd um stjórnarskrármál (seinni) 2009.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 1991–1995 (formaður).

Hefur birt á íslensku og öðrum málum rit og tímaritsgreinar um öryggismál Íslands og Norðurlanda, um önnur utanríkismál og stjórnmál, auk fjölda blaðagreina.

Æviágripi síðast breytt 23. október 2019.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir