Björn Fr. Björnsson

Björn Fr. Björnsson

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1942 og 1959, alþingismaður Suðurlands 1959–1974 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Rangæinga nóvember 1953 til apríl 1954 og febrúar–mars 1959.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 18. september 1909, dáinn 21. desember 2000. Foreldrar: Björn Hieronymusson (fæddur 22. september 1863, dáinn 12. október 1939) steinsmiður þar og kona hans Guðrún Helga Guðmundsdóttir (fædd 15. maí 1864, dáin 24. júlí 1940) húsmóðir. Maki 1 (25. maí 1935): Margrét Þorsteinsdóttir (fædd 9. júní 1909, dáin 28. mars 1961) húsmóðir. Foreldrar: Þorsteinn Jónsson og kona hans Guðný Vigfúsdóttir. Maki 2 (8. september 1962): Gyða Árnadóttir (fædd 12. maí 1915, dáin 19. október 1964) húsmóðir. Foreldrar: Árni Þórarinsson og kona hans Elísabet Sigurðardóttir. Maki 3 (13. apríl 1968): Ragnheiður Jónsdóttir (fædd 21. desember 1928) húsmóðir, áður forstöðukona barnaheimilis Thorvaldsensfélagsins í Reykjavík. Foreldrar: Jón Hannesson og kona hans Sigurbjörg Björnsdóttir. Börn Björns og Margrétar: Birna Ástríður (1933), Grétar Helgi (1935), Guðrún (1940), Gunnar (1941). Sonur Björns og Ragnheiðar: Björn Friðgeir (1969).

Stúdentspróf MR 1929. Lögfræðipróf HÍ 1934.

Vann ýmis lögfræðistörf um hríð, m. a. setudómarastörf. Aðstoðarmaður lögreglustjórans á Akranesi janúar–apríl 1935. Settur sýslumaður í Rangárvallasýslu að því er dómsmál snerti 22. ágúst til 8. september 1935. Settur sýslumaður í Árnessýslu 1. desember 1936 til 1. október 1937. Sýslumaður í Rangárvallasýslu 1937–1977.

Formaður Taflfélags Reykjavíkur 1936. Formaður skólanefndar Skógaskóla 1949–1977. Stjórnarformaður Kaupfélags Rangæinga 1955–1978. Fulltrúi Alþingis á stofnfundi Þingmannasambands Atlantshafsbandalagsins í París 1955 og á fundum þess 1961 og 1964. Átti sæti í milliþinganefnd í tryggingamálum 1957–1958. Kosinn 1966 í milliþinganefnd til þess að athuga lækkun kosningaaldurs. Skipaður 1966 í endurskoðunarnefnd laga um dómaskipun og meðferð dómsmála. Formaður Sýslumannafélags Íslands 1970–1971 og Dómarafélags Íslands 1971–1972. Skipaður 1972 í nefnd til að endurskoða dómstólakerfi á héraðsdómsstigi. Kosinn í landsdóm 1975. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1970 og 1975. Á þingi Evrópuráðs 1972 og 1973.

Alþingismaður Rangæinga 1942 og 1959, alþingismaður Suðurlands 1959–1974 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Rangæinga nóvember 1953 til apríl 1954 og febrúar–mars 1959.

Æviágripi síðast breytt 7. apríl 2015.