Björn Halldórsson

Björn Halldórsson

Þingseta

Þjóðfundarmaður Norður-Þingeyinga 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Skarði í Dalsmynni 4. nóvember 1823, dáinn 19. desember 1882. Foreldrar: Halldór Bjarnarson (fæddur 21. janúar 1798, dáinn 13. júní 1869) síðar prófastur á Sauðanesi og 1. kona hans Sigríður Vigfúsdóttir (fædd 30. október 1789, dáin 4. nóvember 1831) húsmóðir. Faðir Þórhalls Bjarnarsonar alþingismanns og biskups og afi Tryggva Þórhallssonar alþingismanns og ráðherra og Dóru konu Ásgeirs Ásgeirssonar alþingismanns og forseta Íslands. Maki (7. júlí 1852) Sigríður Einarsdóttir (fædd 5. júlí 1819, dáin 19. mars 1889) húsmóðir. Foreldrar: Einar Jónasson og 2. kona hans Sigríður Vigfúsdóttir. Börn: Vilhjálmur (1845), Svava (1854), Þórhallur (1855), Laufey (1857).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1844. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1850.

  Við barnakennslu í föðurhúsum á Sauðanesi 1844–1845 og á Húsavík 1845– 1846. Heimiliskennari og sýsluskrifari hjá B. H. Borgen sýslumanni á Akureyri 1846–1848. Sigldi til Kaupmannahafnar 1850 og dvaldist þar til vors 1851. Heimiliskennari hjá séra Gunnari Gunnarssyni í Laufási 1851–1852. Vígður 1852 aðstoðarprestur hans. Fékk Laufás 1853 og hélt til æviloka. Prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi 1863–1871.

  Skipaður í sálmabókarnefnd 1878.

  Þjóðfundarmaður Norður-Þingeyinga 1851.

  Orti veraldleg kvæði og sálma.

  Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2015.

  Áskriftir