Björn Líndal

Björn Líndal

Þingseta

Alþingismaður Akureyrar 1923–1927 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur á Sporði í Línakradal 5. júní 1876, dáinn 14. desember 1931. Foreldrar: Jóhannes Jóhannesson (fæddur 10. febrúar 1848, dáinn 19. nóvember 1922) bóndi þar og kona hans Margrét Björnsdóttir (fædd 14. nóvember 1850, dáin 25. júlí 1908) húsmóðir. Langafi Björns Líndals varaþingmanns. Maki (21. mars 1907) Nielsine Bertha Líndal, fædd Hansen (fædd 11. mars 1885, dáin 5. júlí 1953) húsmóðir. Foreldrar: Hans Jörgen Hansen og kona hans Ingeborg Kathrine Schmidt. Börn: Kári (1908), Ingibjörg Katrín (1909), Margrét (1910), Anna Stefanía (1911), Helena María (1912), Jóhanna Margrét (1914), Hansína Bertha (1917). Sonur Björns og Sigríðar Metúsalemsdóttur: Theodór (1898).

Stúdentspróf Lsk. 1901. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1907. Yfirréttarmálaflutningsmaður 25. mars 1909.

Málaflutningsmaður á Akureyri 1907–1918. Settur sumarið 1907 sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri, var síðar nokkrum sinnum settur bæjarfógeti þar og setudómari. Aukalögreglustjóri á Siglufirði sumarið 1908. Settur dómari í Þingeyjarsýslu um þingtímann 1913–1914. Sjódómsmaður á Akureyri 1914–1918. Rak bú á Kaðalsstöðum í Hvalvatnsfirði 1909–1920 og hálfri jörðinni Svalbarði við Eyjafjörð 1913–1917, fluttist sjálfur að Svalbarði 1918 og bjó þar síðan á allri jörðinni til æviloka. Rak þar jafnframt síldarútgerð og síldarverslun.

Skipaður 1921 í landsdóm. Í síldarútflutningsnefnd 1928–1931.

Alþingismaður Akureyrar 1923–1927 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn).

Ritstjóri: Norðri (1908–1909).

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2015.

Áskriftir