Karen Erla Erlingsdóttir

Þingseta

Varaþingmaður Austurlands nóvember 1992, mars 1994 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fædd á Fáskrúðsfirði 16. október 1955. Foreldrar: Jón Erlingur Guðmundsson sveitarstjóri og kona hans Hulda Karlsdóttir húsmóðir.

Húsmóðir.

Varaþingmaður Austurlands nóvember 1992, mars 1994 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 12. febrúar 2015.