Björn Ólafsson

Björn Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1948–1959 (Sjálfstæðisflokkur).

Fjármála- og viðskiptamálaráðherra 1942–1944 og 1949–1950, mennta- og viðskiptamálaráðherra 1950–1953.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akranesi 26. nóvember 1895, dáinn 11. október 1974. Foreldrar: Guðmundur Ólafsson (fæddur 5. nóvember 1852, dáinn 14. mars 1901) útvegsbóndi þar og 2. kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir (fædd 16. febrúar 1869, dáin 18. október 1964) húsmóðir. Maki (22. nóvember 1929) Ásta Pétursdóttir (fædd 1. desember 1906, dáin 25. desember 1968) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Sigurðsson og kona hans Jóhanna Gestsdóttir. Börn: Pétur (1930), Ólafur (1932), Edda (1934), Iðunn (1937).

Póstmaður í Reykjavík 1908–1916. Verslunarfulltrúi 1916–1918. Stórkaupmaður og iðnrekandi frá 1918 til æviloka. Skipaður 16. desember 1942 fjármála- og viðskiptamálaráðherra, lausn 16. september 1944, en gegndi störfum til 21. október. Skipaður 6. desember 1949 fjármála- og viðskiptamálaráðherra að nýju, lausn 2. mars 1950, en gegndi störfum til 14. mars. Skipaður sama dag mennta- og viðskiptamálaráðherra, lausn 11. september 1953.

Fulltrúi í bæjarstjórn Reykjavíkur 1922–1928. Aðalhvatamaður að stofnun Ferðafélags Íslands og forseti þess 1929–1934. Stofnandi og síðar formaður Bálfarafélags Íslands. Átti sæti í innflutnings- og gjaldeyrisnefnd 1930–1937. Kosinn 1940 í milliþinganefnd um gjaldeyrisverslun og innflutningshömlur, 1941 og 1942 í gjaldeyrisvarasjóðsnefnd og 1954 í togaranefnd. Skipaður 1954 í endurskoðunarnefnd laga um lax- og silungsveiði. Kosinn 1955 í okurnefnd. Í bankaráði Útvegsbankans 1957–1968, formaður 1965–1968. Skipaður 1960 í endurskoðunarnefnd skattalaga, formaður nefndarinnar.

Alþingismaður Reykvíkinga 1948–1959 (Sjálfstæðisflokkur).

Fjármála- og viðskiptamálaráðherra 1942–1944 og 1949–1950, mennta- og viðskiptamálaráðherra 1950–1953.

Æviágripi síðast breytt 19. september 2019.

Áskriftir