Pétur Blöndal

Þingseta

Varaþingmaður Austurlands apríl–maí 1972, nóvember 1974, október–nóvember 1975 og nóvember–desember 1977 (Sjálfstæðisflokkur).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Glaumbæ í Engihlíðarhreppi 16. nóvember 1925. Foreldrar: Kristófer Remigius Pétursson bóndi og kona hans Jensína Ingibjörg Antonsdóttir húsmóðir. Kjörforeldrar: Friðrik Theodór Blöndal bankastjóri og kona hans Hólmfríður Emilía Antonsdóttir húsmóðir.

  Forstjóri.

  Varaþingmaður Austurlands apríl–maí 1972, nóvember 1974, október–nóvember 1975 og nóvember–desember 1977 (Sjálfstæðisflokkur).

  Æviágripi síðast breytt 14. mars 2016.