Björn R. Stefánsson

Björn R. Stefánsson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1916–1919 (Heimastjórnarflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur á Desjarmýri í Borgarfirði eystra 21. maí 1880, dáinn 12. september 1936. Foreldrar: Stefán Pétursson (fæddur 25. október 1845, dáinn 12. ágúst 1887) prestur þar, bróðir Björns Péturssonar alþingismanns, og kona hans Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir (fædd 7. september 1844, dáin 6. janúar 1923) húsmóðir. Bróðir Halldórs Stefánssonar alþingismanns. Maki (17. desember 1901): Guðný Haraldsdóttir (fædd 13. mars 1874, dáin 24. ágúst 1943) húsmóðir. Foreldrar: Haraldur Ólafsson Briem, sonur Ólafs Briems þjóðfundarmanns, og kona hans Þrúður Þórarinsdóttir Briem. Sonur: Haraldur Briem (1902).

Gagnfræðapróf Möðruvöllum 1899.

Stundaði kennslu og verslunarstörf 1899–1901. Verslunarmaður á Seyðisfirði 1902–1903. Kaupfélagsstjóri og verslunarstjóri á Breiðdalsvík 1903–1913. Kaupmaður á Búðareyri við Reyðarfjörð 1913–1919. Fluttist þá til Reykjavíkur og stundaði þar skrifstofustörf til æviloka.

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1916–1919 (Heimastjórnarflokkurinn).

Æviágripi síðast breytt 9. apríl 2015.