Sigrún Magnúsdóttir

Sigrún Magnúsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga mars–apríl 1980 og apríl–maí 1982 (Framsóknarflokkur).

Umhverfis- og auðlindaráðherra 2014–2017.

Formaður þingflokks framsóknarmanna 2013–2015.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 15. júní 1944. Foreldrar: Magnús Jónsson Scheving (fæddur 31. október 1909, dáinn 17. maí 1986) sjómaður og múrari og Sólveig Vilhjálmsdóttir (fædd 27. september 1900, dáin 6. október 1978) húsmóðir. Maki 1: Kári Einarsson (f. 18. júní 1938) verkfræðingur. Þau skildu. Maki 2: Páll Pétursson (f. 17. mars 1937) fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Foreldrar: Pétur Pétursson og Hulda Pálsdóttir. Dætur Sigrúnar og Kára: Sólveig Klara (1971), Ragnhildur Þóra (1975). Stjúpbörn, börn Páls: Kristín (1960), Ólafur Pétur (1962), Páll Gunnar (1967).

Kvennaskólapróf og landspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1961. Próf frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1962. Stundaði nám við öldungadeild MH 1974–1976. BA-próf í þjóðfræði og borgarfræðum frá HÍ 2006.

Banka- og skrifstofustörf í Þýskalandi 1962–1967. Bankastörf á Íslandi 1967–1969. Kennari á Bíldudal 1969–1971. Kaupmaður í Reykjavík 1971–1994. Forstöðumaður og kynningastjóri Víkurinnar, Sjóminjasafnsins í Reykjavík, 2005–2011. Umhverfis- og auðlindaráðherra 31. desember 2014 til 11. janúar 2017.

Í hreppsnefnd Suðurfjarðahrepps 1970–1972. Formaður Félags framsóknarkvenna í Reykjavík og í stjórn fulltrúaráðs framsóknarfélaga í Reykjavík 1981–1986. Sat formannafundi Bandalags kvenna í Reykjavík 1981–1986 og 2010–2013. Í nefnd á vegum menntamálaráðherra um tengsl heimila og skóla 1982–1983. Í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar 1982–1986. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1982–2002 og frá 2008. Í stjórn flokksmálanefndar Framsóknarflokksins 1982–1987. Varaborgarfulltrúi 1982–1986, borgarfulltrúi 1986–2002. Í stjórn heilbrigðisráðs Reykjavíkur 1984–1986. Í stjórn Dagvistar barna 1988–1990. Í landsstjórn Framsóknarflokksins 1989–1993. Í stjórn Veitustjórnar Reykjavíkur 1990–1994. Í fræðsluráði Reykjavíkur 1991–1994, formaður 1994–2002. Varaformaður Kaupmannasamtaka Íslands 1991–1995. Varaformaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins 1991–2006. Í stjórn hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls 1992–1994, í fulltrúaráði Eirar 1994–2004. Í bankaráði Landsbanka Íslands 1993–1995. Formaður verkefnisstjórnar um skólabyggingar í Reykjavík 1994–2002. Formaður nefndar borgarinnar um yfirfærslu á grunnskólanum frá ríkinu 1994–1996. Formaður borgarráðs 1994–2000. Formaður borgarstjórnarhóps Reykjavíkurlistans 1994–2002. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1994–2002. Varaformaður Hafnarstjórnar Reykjavíkur 1994–2002. Í nefnd á vegum menntamálaráðherra til undirbúnings stofnunar Borgarholtsskóla 1996–1998, í skólanefnd skólans 1998–2005. Í nefnd milli menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um málefni framhaldsskólanna í borginni, t.d. uppbyggingu og kostnaðarskiptingu 1996–2002. Í nefnd menntamálaráðherra um endurmat á kostnaði vegna flutnings grunnskólans til sveitarfélaga 1999–2000. Formaður nefndar um að koma á laggirnar sjóminjasafni í Reykjavík 2001–2004. Varaformaður stjórnar Heilsugæslunnar í Reykjavík 2002–2003. Í landsdómi 2005–2012. Varaformaður Hollvinasamtaka um varðskipið Óðin frá 2006. Varaformaður félagsins Matur, saga, menning 2006–2009. Í stjórn Framkvæmda- og eignaráðs borgarinnar 2008–2010. Í stjórn kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavík 2010–2012. Formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík 2011–2012. Formaður Þingvallanefndar 2013–2017.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga mars–apríl 1980 og apríl–maí 1982 (Framsóknarflokkur).

Umhverfis- og auðlindaráðherra 2014–2017.

Formaður þingflokks framsóknarmanna 2013–2015.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013–2015.

Æviágripi síðast breytt 13. mars 2020.

Áskriftir