Björn Þorláksson

Björn Þorláksson

Þingseta

Alþingismaður Seyðfirðinga 1909–1911, konungkjörinn alþingismaður 1912–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Æviágrip

Fæddur á Gautlöndum við Mývatn 15. apríl 1851, dáinn 3. mars 1935. Foreldrar: Þorlákur Jónsson (fæddur 18. september 1812, dáinn 3. desember 1870) prestur á Skútustöðum og 3. kona hans Rebekka Björnsdóttir (fædd 30. janúar 1828, dáin 6. ágúst 1864) húsmóðir. Maki (23. júlí 1892): Björg Einarsdóttir (fædd 23. júlí 1873, dáin 28. september 1949) húsmóðir. Foreldrar: Einar Stefánsson og kona hans Ingibjörg Stefánsdóttir. Synir: Þorlákur (1893), Valgeir (1894), Ingi (1895), Steingrímur (1904).

Stúdentspróf Lsk. 1870. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1873.

Barnakennari í Stykkishólmi veturinn 1873–1874. Fékk Hjaltastað 1874, Dvergastein 1884, lausn 1925. Fluttist þá til Reykjavíkur og átti þar heima til æviloka.

Alþingismaður Seyðfirðinga 1909–1911, konungkjörinn alþingismaður 1912–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Æviágripi síðast breytt 9. apríl 2015.