Bogi Th. Melsteð

Bogi Th. Melsteð

Þingseta

Alþingismaður Árnesinga 1892–1893.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Klausturhólum 4. maí 1860, dáinn 12. nóvember 1929. Foreldrar: Jón Melsteð (fæddur 28. maí 1829, dáinn 13. febrúar 1872) prestur í Klausturhólum, sonur Páls Melsteðs alþingismanns, og kona hans Steinunn Bjarnadóttir Thorarensen.

  Stúdentspróf Lsk. 1882. Mag. art. í sagnfræði Hafnarháskóla 1890.

  Aðstoðarmaður í ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn 1893–1903. Styrkþegi Árnasafns yfir 20 ár alls. Hafði frá 1904 styrk í fjárlögum til þess að semja sögu Íslands. Forgöngumaður um stofnun Hins íslenska fræðafélags 1912 og formaður þess frá stofnun til æviloka. Dvaldist í Kaupmannahöfn til æviloka.

  Alþingismaður Árnesinga 1892–1893.

  Samdi bækur og greinar um sögu Íslendinga.

  Ritstjóri: Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn. Ársrit (1916–1929).

  Æviágripi síðast breytt 9. apríl 2015.