Bragi Níelsson

Bragi Níelsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Vesturlands) 1978–1979 (Alþýðuflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1978–1979, 1. varaforseti efri deildar 1979.

Æviágrip

Fæddur á Seyðisfirði 16. febrúar 1926. Foreldrar: Níels Sigurbjörn Jónsson (fæddur 19. mars 1901, dáinn 24. janúar 1975) verkamaður og kona hans Ingiríður Ósk Hjálmarsdóttir (fædd 8. júlí 1898, dáin 30. mars 1961) húsmóðir og verkakona. Maki (21. október 1950): Sigríður Árnadóttir (fædd 8. mars 1929, dáin 14. desember 2012) forstöðumaður bókasafnsins á Akranesi. Foreldrar: Árni Guðmundsson og kona hans Margrét Pétursdóttir. Börn: Árni (1952), Röðull (1955), Baldur (1958), Margrét (1961).

Stúdentspróf MA 1947. Læknisfræðipróf HÍ 1957. Sérfræðiviðurkenning í svæfingum og deyfingum 1977.

Aðstoðarlæknir á Sjúkrahúsi Akraness 1958–1959 og 1960–1969 og starfandi læknir á Akranesi sama tíma. Héraðslæknir í Kirkjubæjarhéraði 1959–1960. Aðstoðarlæknir á svæfingadeild Borgarspítalans 1969–1970 og 1977. Svæfingalæknir á sjúkrahúsum í Svíþjóð í sumarafleysingum 1965, 1972, 1974 og 1975 og í Færeyjum 1978. Heilsugæslulæknir í Borgarnesi 1977–1979. Yfirlæknir á svæfingadeild Sjúkrahúss Akraness frá 1980.

Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1979.

Landskjörinn alþingismaður (Vesturlands) 1978–1979 (Alþýðuflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1978–1979, 1. varaforseti efri deildar 1979.

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.