Brynjólfur Benedictsen

Brynjólfur Benedictsen

Þingseta

Þjóðfundarmaður Barðstrendinga 1851. Kosinn alþingismaður Barðstrendinga 1865, en kom ekki til þings.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Bíldudal 30. desember 1807, dáinn 24. janúar 1870. Foreldrar: Bogi Benediktsson (fæddur 24. september 1771, dáinn 25. mars 1849) verslunarstjóri þar, síðar bóndi að Staðarfelli og kona hans Jarþrúður Jónsdóttir (fædd 8. maí 1776, dáin 13. mars 1858) húsmóðir. Maki (18. febrúar 1838): Herdís Guðmundsdóttir (fædd 1820, dáin 23. ágúst 1897) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Scheving og kona hans Halldóra Benediktsdóttir. Börn: Jarþrúður Sólveig (1840), Gunnlögur (1842), Guðmundur Halldór (1843), Guðrún (1845), Sólveig (1847), Ragnheiður (1848), Bogi (1849), Davíð Scheving (1855), Pétur Herjólfur (1858). Dóttir Brynjólfs og Halldóru Sigurðardóttur: Sigríður (1834).

    Stúdentspróf Bessastöðum 1829. Var síðan um hríð erlendis.

    Setti upp verslun í Flatey 1835 og rak um skeið. Hafði bú í Flatey frá 1840 til æviloka. Var settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1853–1854, 1861–1865 og 1869–1870. Stóð að Framfarafélagi Flateyjar.

    Þjóðfundarmaður Barðstrendinga 1851. Kosinn alþingismaður Barðstrendinga 1865, en kom ekki til þings.

    Æviágripi síðast breytt 10. apríl 2015.

    Áskriftir