Egill Egilsson

Egill Egilsson

Þingseta

Alþingismaður Snæfellinga 1869–1874, alþingismaður Mýramanna 1880–1885. Sat ekki þingið 1869.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Bessastöðum á Álftanesi 8. júlí 1829, dáinn 14. janúar 1896. Foreldrar: Sveinbjörn Egilsson (fæddur 24. desember 1791, dáinn 17. ágúst 1852) rektor þar og kona hans Helga Benediktsdóttir Gröndal (fædd 9. júní 1800, dáin 6. ágúst 1855) húsmóðir. Bróðir Þuríðar konu Eiríks Ó. Kúlds alþingismanns. Maki 1 (4. október 1855): Anna María Guðrún Árnadóttir Thorlacius (fædd 15. desember 1829, dáin 20. júlí 1862) húsmóðir. Foreldrar: Árni Thorlacius og kona hans Anna Magdalene Thorlacius. Maki 2 (12. október 1864) Ólína Ágústa Árnadóttir Thorlacius (fædd 1831, dáin 3. apríl 1881) húsmóðir, systir 1. konu hans, en þær voru systur Daníels Thorlaciusar alþingismanns.

    Stundaði um tíma nám í Lærða skólanum í Reykjavík, en lauk ekki prófi.

    Verslunarstjóri í Stykkishólmi og síðar í Reykjavík.

    Var í bæjarstjórn Reykjavíkur 1879–1885.

    Alþingismaður Snæfellinga 1869–1874, alþingismaður Mýramanna 1880–1885. Sat ekki þingið 1869.

    Ritstjóri: Reykvíkingur (1891).

    Æviágripi síðast breytt 10. apríl 2015.

    Áskriftir