Þórarinn Þórarinsson

Þórarinn Þórarinsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1959–1978 (Framsóknarflokkur).

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1971–1978.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Ólafsvík 19. september 1914, dáinn 13. maí 1996. Foreldrar: Þórarinn Þórðarson (fæddur 10. júní 1886, dáinn 10. febrúar 1914) sjómaður þar og kona hans Kristjana Magnúsdóttir (fædd 14. nóvember 1884, dáin 14. september 1968) húsmóðir. Maki (3. september 1943): Ragnheiður Vigfúsdóttir Þormar (fædd 19. apríl 1920) húsmóðir. Foreldrar: Vigfús Þormar og kona hans Helga Þorvaldsdóttir. Börn: Helga (1943), Þórarinn (1949), Ragnheiður Hrefna (1953).

Samvinnuskólapróf 1933.

Blaðamaður 1933–1936. Ritstjóri 1936–1984.

Formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík 1936–1938 og formaður Sambands ungra framsóknarmanna 1938–1944. Í stjórn Fiskimálasjóðs 1947–1953, í útvarpsráði 1953–1971 og 1975–1978, formaður. Kosinn 1954 í kosningalaganefnd, 1966 í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis. Skipaður 1972 í þingmannanefnd til að endurskoða tekjuöflunarkerfi ríkisins, formaður nefndarinnar. Á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1973–1982 og í undirbúningsnefnd hennar 1971–1973. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1954–1958, 1960, 1967, 1968–1969 og 1973–1974. Átti sæti í fjölda nefnda á vegum Framsóknarflokksins, m.a. í sendinefndum þingmanna vegna samninga um landhelgismál við Þjóðverja 1975 og Breta 1976. Skipaður í stjórnarskrárnefnd 1978.

Alþingismaður Reykvíkinga 1959–1978 (Framsóknarflokkur).

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1971–1978.

Ritaði sögu Framsóknarflokksins: Sókn og sigrar, í þremur bindum. Svo varstu búinn til bardaga er heiti á greinasafni eftir hann (1992).

Ritstjóri: Nýja dagblaðið (1936–1938). Tíminn (1938–1984).

Æviágripi síðast breytt 20. mars 2020.

Áskriftir