Þórarinn Jónsson

Þórarinn Jónsson

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1905–1908, alþingismaður Húnvetninga 1911–1913 og 1916–1923, alþingismaður Vestur-Húnvetninga 1923–1927 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn). Sagði af sér þingmennsku 1908.

Varaforseti sameinaðs þings 1924–1926.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Geitagerði í Skagafirði 6. febrúar 1870, dáinn 5. september 1944. Foreldrar: Jón Þórarinsson (fæddur 26. ágúst 1843, dáinn 22. ágúst 1881) bóndi þar og kona hans Margrét Jóhannsdóttir (fædd 30. desember 1845, dáin 26. janúar 1880) húsmóðir. Faðir Hermanns Þórarinssonar varaþingmanns. Maki (16. júní 1899): Sigríður Þorvaldsdóttir (fædd 19. desember 1876, dáin 17. maí 1944) húsmóðir. Foreldrar: Þorvaldur Ásgeirsson og 2. kona hans Hansína Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Börn: Þorvaldur (1899), Ingibjörg Jónína (1903), Aðalheiður (1905), Brynhildur (1905), Skafti (1908), Sigríður (1910), Jón (1911), Hermann (1913), Magnús (1915), Þóra Margrét (1916), Hjalti (1920).

Búfræðipróf Hólum 1890.

Kennari við Hólaskóla 1893–1896. Bústjóri á Hjaltabakka 1896–1899, síðan bóndi þar til æviloka.

Sáttamaður í héraði yfir 30 ár, formaður sáttanefndar frá 1937. Hreppstjóri frá 1906 til æviloka. Oddviti Torfalækjarhrepps frá því um aldamót til 1920. Í fræðslunefnd 1908–1930, lengst af formaður. Í stjórn Kvennaskólans á Blönduósi rúm 30 ár, formaður skólastjórnar frá 1920 til æviloka. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1926. Skipaður 1927 í yfirfasteignamatsnefnd. Kosinn 1927 í milliþinganefnd í landbúnaðarmálum.

Konungkjörinn alþingismaður 1905–1908, alþingismaður Húnvetninga 1911–1913 og 1916–1923, alþingismaður Vestur-Húnvetninga 1923–1927 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn). Sagði af sér þingmennsku 1908.

Varaforseti sameinaðs þings 1924–1926.

Æviágripi síðast breytt 3. september 2021.

Áskriftir