Þorsteinn Sæmundsson

Þorsteinn Sæmundsson

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013–2016 (Framsóknarflokkur) og Reykjavíkurkjördæmis suður 2017–2021 (Miðflokkurinn).

5. varaforseti Alþingis 2013–2016, 3. varaforseti Alþingis 2017–2021.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 14. nóvember 1953. Foreldrar: Sæmundur Þorsteinsson (fæddur 8. september 1920, dáinn 14. mars 2012) bílstjóri og innheimtumaður og Emilía Guðrún Baldursdóttir (fædd 18. apríl 1930, dáin 20. apríl 2007) húsmóðir og matráðskona. Maki: María J. Hauksdóttir (fædd 28. janúar 1954) launafulltrúi. Foreldrar: Haukur Ingimarsson og Ása Hjálmarsdóttir. Synir: Haukur Sæmundur (1979), Steinn Ingi (1984).

Verslunarpróf VÍ 1971. Próf í opinberri stjórnsýslu og stjórnun EHÍ 2000. Próf í rekstrarfræði EHÍ 2004.

Sölufulltrúi hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga 1971–1977. Kaupfélagsstjóri 1977–1988. Ýmis viðskiptastörf 1988–1997. Skrifstofustjóri sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli 1997–2007. Sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar í umhverfis- og auðlindaráðuneyti 2007–2013.

Í nefnd til að undirbúa hátíðahöld árið 2018 um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013–2016 (Framsóknarflokkur) og Reykjavíkurkjördæmis suður 2017–2021 (Miðflokkurinn).

5. varaforseti Alþingis 2013–2016, 3. varaforseti Alþingis 2017–2021.

Atvinnuveganefnd 2013–2016, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017–2021, allsherjar- og menntamálanefnd 2020–2021.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2015–2016.

Æviágripi síðast breytt 26. janúar 2022.

Áskriftir