Þorsteinn Víglundsson

Þorsteinn Víglundsson

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2016–2020 (Viðreisn).

Félags- og jafnréttismálaráðherra 2017.

Æviágrip

Fæddur á Seltjarnarnesi 22. nóvember 1969. Foreldrar: Víglundur Þorsteinsson (fæddur 19. september 1943, dáinn 12. nóvember 2018), bróðir Ástu B. Þorsteinsdóttur alþingismanns, og Sigurveig Jónsdóttir (fædd 9. september 1943). Maki: Lilja Karlsdóttir (fædd 24. desember 1970) ferðamálafræðingur. Foreldrar: Jón Karl Kristjánsson og Ágústa Hafdís Finnbogadóttir. Dætur: Sara Ósk (1997), Sóley Björk (2000), Eva Bjarkey (2004).

Stúdentspróf MR 1990. BA-próf í stjórnmálafræði HÍ 1995. AMP frá IESE Business School, University of Navarra. Stundaði framhaldsnám í stjórnun og stefnumótun við HÍ 2011–2013.

Leiðbeinandi við Grunnskóla Siglufjarðar 1994–1995. Blaðamaður á Viðskiptablaði Morgunblaðsins 1995–1998. Forstöðumaður hjá Kaupþingi/Kaupthing Bank Luxembourg 1998–2002. Forstjóri/framkvæmdastjóri BM Vallár hf. 2002–2010. Framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda 2010–2013. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins 2013–2016. Félags- og jafnréttismálaráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017.

Í stjórn Samtaka iðnaðarins 2004–2010, varaformaður frá 2007. Í stjórn Iðunnar, fræðsluseturs, 2006–2013. Í stjórn Virk, starfsendurhæfingarsjóðs, 2013–2016. Varaformaður og formaður Gildis, lífeyrissjóðs, 2014–2016. Varaformaður Viðreisnar 2018–2020.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2016–2020 (Viðreisn).

Félags- og jafnréttismálaráðherra 2017.

Fjárlaganefnd 2016–2017, efnahags- og viðskiptanefnd 2017–2020.

Æviágripi síðast breytt 26. janúar 2022.

Áskriftir